Fara í efni

Skoðanakönnun um gerð vega um svonefnda Húnavallaleið í A- Húnavatnssýslu og Vindheimaleið í Skagafirði

Málsnúmer 2402038

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 84. fundur - 14.02.2024

Lagt fram bréf frá Samgöngufélaginu, dags. 5.5. 2024, stílað á Húnabyggð og sveitarfélagið Skagafjörð, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélaganna við hugmyndum Samgöngufélagsins um styttingu þjóðvegar 1 um svonefnda Húnavallaleið í Austur-Húnavatnssýslu og Vindheimaleið í Skagafirði. Sérstaklega er kallað eftir afstöðu til þess að gerð veganna verði fjármögnuð með veggjöldum þannig að hún taki ekki til sín fjármuni til annarra brýnna vegframkvæmda.
Byggðarráð hafnar hugmyndum um styttingu þjóðvegar 1 framhjá Varmahlíð og samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.