Fara í efni

Fyrirspurn um stöðu nokkurra verkefna

Málsnúmer 2402100

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 84. fundur - 14.02.2024

Lagt fram ódagsett bréf frá stjórn íbúa- og átthagafélags Fljóta, þar sem spurst er fyrir um stöðu mála varðandi áform sveitarfélagsins um að breyta Sólgarðaskóla í 5 leigubúðir og einnig hvort einhver fylgist með reglulegu ástandi hússins. Jafnframt hvort sveitarfélagið hafi áform um að selja félagsheimilið Ketilás í Fljótum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra samhljóða að svara erindinu með formlegum hætti. Í stuttu máli sagt er vinna við útboðsgögn og kostnaðaráætlun vegna breytinga á Sólgarðaskóla á lokametrunum hjá Verkís verkfræðistofu en málið hefur dregist þar vegna mannabreytinga. Stofnframlög hafa verið samþykkt af hálfu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sbr. 48. fund byggðarráðs.
Starfsmaður eignasjóðs fylgist reglulega með húsnæðinu.
Byggðarráð hefur áform um sölu einhverra af þeim 10 félagsheimilum sem eru í Skagafirði en ekki liggur ennþá fyrir hversu mörg né hver þeirra að undanskildu því að hafin er vinna við að skoða söluferli félagsheimilanna í Rípurhreppi, Ljósheima og Skagasels.