Lagt fram til kynningar álit dags. 26. febrúar 2024, frá Reikningsskila- og upplýsinganefnd sem unnið var að beiðni Sambands íslenskra sveitarfélaga, um hvernig færa skuli kröfu frá Brú lífeyrissjóði sem til er komin vegna tryggingafræðilegs endurmats sjóðsins og birt var sveitarfélögum í ársbyrjun 2024.
Forsaga málsins er sú að árið 2016 ákvað Alþingi að samræma lífeyrisréttindi á opinbera markaðnum við það sem gerist á almenna markaðnum. Í lögunum var ákveðið að áunnin réttindi þeirra sem höfðu náð sextugsaldri við gildistöku laganna eða höfðu hafði töku lífeyris skyldi tryggð og myndi hvorki hækka né lækka upp frá því. Í takt við markmið laganna um að hver kynslóð stæði undir sínum eigin lífeyri kváðu lögin á um að það kæmi í hlut launagreiðenda, ríkis og sveitarfélaga, að standa undir tryggingunni, frekar en annarra sjóðsfélaga. Með hækkandi lífaldri þjóðarinnar og eftir slaka ávöxtun sjóðsins árið 2022 lá fyrir að halli á tryggingafræðilegri stöðu Brúar lífeyrissjóðs væri umfram 10% lögbundin viðmið. Af þessum sökum hefur sjóðurinn hafið innheimtu framlaga frá sveitarfélögunum vegna þess hóps lífeyrisþega eða launamanna sem undir regluna falla.
Að áliti Reikningsskila- og upplýsinganefndar er rétt að færa fjárhæð sbr. ofangreint á breytingu lífeyrisskuldbindinga í rekstrarreikningi með mótfærslu á lífeyrisskuldbindingu í efnahag, þar sem um matsbreytingu er að ræða. Telur nefndin þessa framkvæmd í samræmi við 2. mgr. 13. gr. laga um ársreikninga nr. 3/2006.
Forsaga málsins er sú að árið 2016 ákvað Alþingi að samræma lífeyrisréttindi á opinbera markaðnum við það sem gerist á almenna markaðnum. Í lögunum var ákveðið að áunnin réttindi þeirra sem höfðu náð sextugsaldri við gildistöku laganna eða höfðu hafði töku lífeyris skyldi tryggð og myndi hvorki hækka né lækka upp frá því. Í takt við markmið laganna um að hver kynslóð stæði undir sínum eigin lífeyri kváðu lögin á um að það kæmi í hlut launagreiðenda, ríkis og sveitarfélaga, að standa undir tryggingunni, frekar en annarra sjóðsfélaga. Með hækkandi lífaldri þjóðarinnar og eftir slaka ávöxtun sjóðsins árið 2022 lá fyrir að halli á tryggingafræðilegri stöðu Brúar lífeyrissjóðs væri umfram 10% lögbundin viðmið. Af þessum sökum hefur sjóðurinn hafið innheimtu framlaga frá sveitarfélögunum vegna þess hóps lífeyrisþega eða launamanna sem undir regluna falla.
Að áliti Reikningsskila- og upplýsinganefndar er rétt að færa fjárhæð sbr. ofangreint á breytingu lífeyrisskuldbindinga í rekstrarreikningi með mótfærslu á lífeyrisskuldbindingu í efnahag, þar sem um matsbreytingu er að ræða. Telur nefndin þessa framkvæmd í samræmi við 2. mgr. 13. gr. laga um ársreikninga nr. 3/2006.