Framtíðarsýn fyrir vef Alþingis; Netkönnun
Málsnúmer 2403040
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 88. fundur - 13.03.2024
Lagt fram til kynningar erindi frá Alþingi, dags. 4. mars 2024, þar sem vakin er athygli á könnun sem sett hefur verið upp á vef Alþingis en mm þessar mundir er unnið að endurskoðun á og mótun framtíðarsýnar fyrir vef Alþingis. Helsta markmið verkefnisins er að gera vefinn notendavænni og aðgengilegri fyrir fjölbreyttan hóp notenda. Ráðgert er að nýr vefur líti dagsins ljós á árinu 2025. Ráðgjafafyrirtækið Sjá hefur umsjón með gerð og úrvinnslu könnunarinnar í samstarfi við vefteymi skrifstofu Alþingis. Farið verður með öll svör sem trúnaðarmál og þau eru ekki rekjanleg til einstaklinga. Mikilvægt er að hafa samráð við helstu hagaðila til þess að fá innsýn í þarfir og kröfur ólíkra hópa sem nota vefinn og er þessi könnun liður í því en hún er opin út þessa viku.