Lagt fram bréf frá Styrktarsjóði Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, dags. 21. mars 2024, sem sent var til aðildarsveitarfélaga EBÍ. Í bréfinu er vakin athygli á sjóðnum og aðildarsveitarfélögum boðið að senda inn umsóknir í hann um stuðning við verkefni sem falla undir reglur sjóðsins. Um er að ræða umsóknir vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Umsóknarfrestur er til loka apríl 2024.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að óska eftir tillögum frá sviðsstjórum að vænlegum verkefnum sem hægt er að sækja um í sjóðinn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að óska eftir tillögum frá sviðsstjórum að vænlegum verkefnum sem hægt er að sækja um í sjóðinn.