Fara í efni

Uppbygging leikskólarýma á Sauðárkróki

Málsnúmer 2404250

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 96. fundur - 07.05.2024

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs þar sem fjallað er um stöðu plássa á leikskólanum Ársölum. Miðað við núverandi stöðu má gera ráð fyrir að hægt verði að innrita öll börn sem hafa náð 12 mánaða aldri í haust og að aftur verði börn tekin inn eftir áramótin og mögulega verði þriðja aðlögun þegar líða fer að vori 2025. Oft bætast þó börn við á miðju skólaári og hefur það áhrif á biðlista yngstu barnanna. Í minnisblaðinu kemur jafnframt fram að ef huga á að fjölgun leikskólaplássa þarf að hafa í huga að deildirnar séu þannig skipulagðar að hægt sé að loka af rými inni á deildum til að vinna með börn í smærri hópum, í minna áreiti og jafnframt að horfa til þess að rými séu þannig hönnuð að stærð að starfsfólk nýtist til fulls miðað við fjölda barna. Yngra stig Ársala er með þremur deildum sem eru allar fremur litlar. Auk þess er aðstaða fyrir starfsmenn mjög þröng. Ef stækka á yngra stig þá verður að horfa til þess að bæta vinnuaðstöðu starfsfólks en einnig að horfa til þess hvort núverandi skipulag sé hentugt eða hvort endurhugsa þurfi allt skipulag þar innanhúss. Lóðin við yngra stig er afar skjólsæl og ánægja er með hana meðal starfsfólks og barna.
Jafnframt var rætt um hugmyndir um mögulega nýja leikskólabyggingu á Sauðárkróki og hvar heppilegasta staðsetning hennar gæti verið ef til nýbyggingar kæmi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa málinu til faglegrar umsagnar fræðslunefndar, þ.e. hvor valkosturinn er heppilegri með hliðsjón af starfsemi og starfsumhverfi skólanna.