Fara í efni

Keta L146392 í Hegranesi - Umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 2406243

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 53. fundur - 27.06.2024

Símon Eðvald Traustason, þinglýstur eigandi jarðarinnar Keta, landnr. 146392, í Hegranesi óskar eftir heimild til að stofna 78 m² lóð úr landi jarðarinnar sem "Keta dælustöð", skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-01 í verki 10173000, dags. 18. júní 2024. Afstöðuuppdráttur unninn á Stoð ehf. verkfræðistofu. Tilgangur landskipta er stofnun lóðar undir fyrirhugaða dælustöð fyrir hitaveitukerfi Skagafjarðarveitna og óskað er eftir því að lóðin verði skráð sem iðnaðar- og athafnalóð (20). Landheiti vísar til upprunajarðar og fyrirhugaðrar notkunar. Landheitið er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um heimreið í landi Ketu, L146392, og Eggs, L146368, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Landeigendur Eggs árita einnig erindið til samþykkis um kvöð þessa.
Engar byggingar eru innan útskiptrar spildu.
Lögbýlisréttur fylgir áfram Ketu, L146392.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu.
Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og breytt landnotkun skerðir ekki búrekstrarskilyrði.
Áformað er að útskipt spilda verði í eigu Skagafjarðarveitna.
Einnig er sótt um stofnun 19 m² byggingarreits fyrir dælustöð innan merkja útskiptrar spildu, og heimild til að leggja veg að honum, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Byggingarreitur, og fyrirhuguð bygging innan hans, mun fylgja útskiptri lóð að landskiptum loknum. Um er að ræða byggingarreit fyrir dælustöð, hámarksbyggingarmagn 19 m² og hámarksbyggingarhæð 5 m frá gólfi í mæni.
Skv. gildandi aðalskipulagi getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til stakra bygginga án deiliskipulags, ef uppbygging fellur að markmiðum aðalskipulags um búsetu í dreifbýli og er til þess að styrkja atvinnulíf í dreifbýli, og ef uppbygging nýtir núverandi veitu- og samgöngukerfi. Uppbyggingin sem hér um ræðir mun styrkja veitukerfi í Hegranesi.

Merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er fylgiskjal með umsókn. Stofnað hefur verið mál með málsnúmer M000537 hjá Landeignaskráningu HMS, landeignaskraning.hms.is.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti og byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.