Fara í efni

Skagfirðingabraut L143716, íþróttasvæði - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2406245

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 53. fundur - 27.06.2024

Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 24. júní síðastliðinn vegna umsóknar Hjörvars Halldórssonar sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs, f.h. sveitarfélagsins Skagafjarðar um leyfi til að staðsetja gámahýsi sem mun gegna hlutverki fyrir fjölmiðlaaðstöðu við gervigrasvöllinn á íþróttasvæðinu við Skagfirðingabraut, L143716.
Meðfylgjandi uppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni. Uppdráttur í verki 41410500, númer A-100, dagsettur 20. apríl 2024.
Þar sem fyrirhugað gámahýsi fellur undir lög um mannvirki nr. 160/2010 er leitað umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. framangreindra laga.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við staðsetningu gámahýsis fyrir fjölmiðlaaðstöðu við gervigrasvöllinn á íþróttasvæðinu við Skagfirðingabraut.