Gjaldskrá fasteignagjalda 2025
Málsnúmer 2410031
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 32. fundur - 27.11.2024
Vísað frá 121. fundi byggðarráðs frá 11. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Lögð fram gjaldskrá fasteignaskatts, lóðar- og landleigu fyrir árið 2025. Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði tíu, frá 1. febrúar 2025 til 1. nóvember 2025. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 28.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2025. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga í maí og eigi síðar en 10. maí 2025, séu þau jöfn eða umfram 28.000 kr.
Samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrá er álagningarhlutfalli fasteignaskatts og lóðarleigu haldið óbreyttu frá árinu 2024, að undanskyldu því að álagning A-flokks lækkar úr 0,475% í 0,47%. Landleiga beitarlands verði 12.000 kr./ha á ári og landleiga ræktunarlands verði 18.000 kr./ha á ári. Fjöldi gjalddaga verða tíu.
Mikil hækkun fasteignamats síðustu ár hefur hjá mörgum sveitarfélögum haft þær afleiðingar að fasteignaskattar hafa hækkað mjög, oft umfram landsmeðaltal, á sama tíma og íbúaþróun er hæg og langt undir landsmeðaltali. Mörg sveitarfélög eiga þannig erfitt með að lækka fasteignaskatta því þá verða þau af tekjum úr Jöfnunarsjóði vegna þess hvernig framlagið er reiknað, því er ánægjulegt að í fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2025 sé svigrúm til lækkunar fasteignaskatta.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að skora á stjórnvöld að beita sér fyrir breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sem bæta gæði jöfnunar sjóðsins, afnemur tengingu á milli fasteignaskatta og úthlutunar úr sjóðnum en tryggir um leið að sveitarfélög sem þurfa raunverulega á framlögum úr Jöfnunarsjóði að halda fái slík framlög áfram, t.d. með tilvísun til svæðisbundinnar aðstoðar (byggðakort ESA).
Byggðarráð samþykkir samhljóða að framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
„Lögð fram gjaldskrá fasteignaskatts, lóðar- og landleigu fyrir árið 2025. Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði tíu, frá 1. febrúar 2025 til 1. nóvember 2025. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 28.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2025. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga í maí og eigi síðar en 10. maí 2025, séu þau jöfn eða umfram 28.000 kr.
Samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrá er álagningarhlutfalli fasteignaskatts og lóðarleigu haldið óbreyttu frá árinu 2024, að undanskyldu því að álagning A-flokks lækkar úr 0,475% í 0,47%. Landleiga beitarlands verði 12.000 kr./ha á ári og landleiga ræktunarlands verði 18.000 kr./ha á ári. Fjöldi gjalddaga verða tíu.
Mikil hækkun fasteignamats síðustu ár hefur hjá mörgum sveitarfélögum haft þær afleiðingar að fasteignaskattar hafa hækkað mjög, oft umfram landsmeðaltal, á sama tíma og íbúaþróun er hæg og langt undir landsmeðaltali. Mörg sveitarfélög eiga þannig erfitt með að lækka fasteignaskatta því þá verða þau af tekjum úr Jöfnunarsjóði vegna þess hvernig framlagið er reiknað, því er ánægjulegt að í fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2025 sé svigrúm til lækkunar fasteignaskatta.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að skora á stjórnvöld að beita sér fyrir breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sem bæta gæði jöfnunar sjóðsins, afnemur tengingu á milli fasteignaskatta og úthlutunar úr sjóðnum en tryggir um leið að sveitarfélög sem þurfa raunverulega á framlögum úr Jöfnunarsjóði að halda fái slík framlög áfram, t.d. með tilvísun til svæðisbundinnar aðstoðar (byggðakort ESA).
Byggðarráð samþykkir samhljóða að framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrá er álagningarhlutfalli fasteignaskatts og lóðarleigu haldið óbreyttu frá árinu 2024, að undanskyldu því að álagning A-flokks lækkar úr 0,475% í 0,47%. Landleiga beitarlands verði 12.000 kr./ha á ári og landleiga ræktunarlands verði 18.000 kr./ha á ári. Fjöldi gjalddaga verða tíu.
Mikil hækkun fasteignamats síðustu ár hefur hjá mörgum sveitarfélögum haft þær afleiðingar að fasteignaskattar hafa hækkað mjög, oft umfram landsmeðaltal, á sama tíma og íbúaþróun er hæg og langt undir landsmeðaltali. Mörg sveitarfélög eiga þannig erfitt með að lækka fasteignaskatta því þá verða þau af tekjum úr Jöfnunarsjóði vegna þess hvernig framlagið er reiknað, því er ánægjulegt að í fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2025 sé svigrúm til lækkunar fasteignaskatta.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að skora á stjórnvöld að beita sér fyrir breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sem bæta gæði jöfnunar sjóðsins, afnemur tengingu á milli fasteignaskatta og úthlutunar úr sjóðnum en tryggir um leið að sveitarfélög sem þurfa raunverulega á framlögum úr Jöfnunarsjóði að halda fái slík framlög áfram, t.d. með tilvísun til svæðisbundinnar aðstoðar (byggðakort ESA).
Byggðarráð samþykkir samhljóða að framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.