Fara í efni

Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2025

Málsnúmer 2410032

Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 14. fundur - 31.10.2024

Hjörvar Halldósrsson kynnir tillögu að gjaldskrá vegna fráveitu og tæmingu rotþróa 2025.
Landbúnðar- og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða og vísar til Byggðaráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 120. fundur - 06.11.2024

Málinu vísað frá 14. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 31. október sl. Lögð fram gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa fyrir árið 2025. Gjaldskráin hækkar um 3,7% frá gjaldskrá ársins 2024.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 32. fundur - 27.11.2024

Vísað frá 120. fundi byggðarráðs frá 6. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Málinu vísað frá 14. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 31. október sl. Lögð fram gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa fyrir árið 2025. Gjaldskráin hækkar um 3,7% frá gjaldskrá ársins 2024.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.