Fara í efni

Páfastaðir L145989 á Langholti - Staðfesting á hnitsettum landmerkjum

Málsnúmer 2410150

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 64. fundur - 12.12.2024

Sigurður Baldursson, Guðrún Kristín Jóhannesdóttir og Ívar Sigurðsson, f.h. Páfastaða ehf. þinglýsts eiganda jarðarinnar Páfastaðir, landnr. 145989, á Langholti, Skagafirði, óska eftir staðfestingu skipulagsnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar á hnitsettum landamerkjum Páfastaða gagnvart aðliggjandi landeignum, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 77830400, dags. 09. okt. 2024 og merkjalýsingu fyrir Páfastaði, dags. 09.10.2024. Afstöðuuppdráttur og merkjalýsing unninn á Stoð verkfræðistofu ehf.
Meðfylgjandi er landamerkjayfirlýsing um ágreiningslaus merki.
Hnitsett landamerki eru unnin skv. landamerkjabréfi fyrir Páfastaði, dags. 5. maí 1883, sem var þinglýst á Staðarþingi þann 14. júní 1883 og GPS mælingu þann 19. ágúst 2024. Að austanverðu ræður Húseyjarkvísl (Djúpakvísl) merkjum, skv. landamerkjabréfi dags. 5. maí 2024.
Málsnúmer hjá landeignaskrá er M001128.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna staðfestingu á hnitsettum landamerkjum.