Fara í efni

Smáragrund 7 L143764 - Umsókn um stofnun byggingarreits fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2410158

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 61. fundur - 16.10.2024

Ólína Björk Hjartardóttir og Ingólfur Valsson, þinglýstir lóðarhafar Smáragrundar 7, landnúmer 143764, á Sauðárkróki, óska eftir heimild til að stofna 90,8m² byggingarreit á lóðinni, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 75510100 útg. 11.10. 2024. Afstöðuppdráttur unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Umbeðinn byggingarreitur er fyrir viðbyggingu við íbúðarhús á lóðinni. Ekki er í gildi deiliskipulag sem nær yfirlóðina né hnitsett lóðamörk. Lóðamörkin á meðfylgjandi afstöðuupprætti eru í samræmi við mæliblað Jóhanns Guðjónssonar nr. 55.2 dags. apríl 1969. Skráð stærð lóðar er 672 m² en stærð lóðar á mæliblaði 55.2 og meðfylgjandi afstöðuuppdrætti er 674,1m².
Einnig meðfylgjandi aðaluppdráttur dags. 11.10. 2024
Lóðin er á íbúðasvæði nr. ÍB-404 í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Breyting á aðalskipulagi fyrir ÍB-404 er í ferli þar sem til stendur að auka leyfilegan íbúðafjölda. Í gildandi aðalskipulagi er helst fjallað um uppbyggingu á óbyggðum svæðum innan ÍB-404. Framkvæmdin sem sótt er um byggingarreit fyrir hefur ekki áhrif á breytinguna sem nú er í ferli né þau markmið sem sett eru fram um uppbyggingu í gildandi aðalskipulagi.
Fyrirhuguð viðbygging nær að lóðamörkum Smáragrundar 7 , að Hólavegi 28, Hólavegi 30 og Smáragrund 9. Þá kann viðbygging að hafa áhrif fyrir lóðarhafa Smáragrundar 5. Þinglýstir lóðarhafar þessara lóða hafa áritað erindi erindið til staðfestingar um að þeim hafi verið kynnt meðfylgjandi gögn og geri ekki athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að samþykkja umbeðinn byggingarreit fyrir ætlaða viðbyggingu.

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra sat hjá við afgreiðslu erindisins.