Gunnar Ingi og Arnar Logi Valdimarssynir, þinglýstir eigendur jarðanna Fremri-Kots L146289 og Ytra-Kots L146311 í Norðurárdal óska eftir að fá inn smávirkjun í aðalskipulag Skagafjarðar sem nú er í vinnslu. Um er að ræða vatnsaflsvirkjun með allt að 400 KW uppsettu afli í landi Ytri-Kota L146311.
Árið 2022 var óskað eftir sömu breytingu hjá Akrahreppi sem nú hefur sameinast sveitarfélaginu Skagafirði.
Meðfylgjandi þau gögn sem lögð voru fram á fundi hreppsnefndar Akrahrepps.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að bæta inn smávirkjun í vinnslutillögu aðalskipulags Skagafjarðar 2025- 2040.
Árið 2022 var óskað eftir sömu breytingu hjá Akrahreppi sem nú hefur sameinast sveitarfélaginu Skagafirði.
Meðfylgjandi þau gögn sem lögð voru fram á fundi hreppsnefndar Akrahrepps.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að bæta inn smávirkjun í vinnslutillögu aðalskipulags Skagafjarðar 2025- 2040.