Fara í efni

Byggðasaga Skagafjarðar - Lokauppgjör

Málsnúmer 2411054

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 121. fundur - 11.11.2024

Lagt fram erindi, dags. 7. nóvember 2024, frá formanni Sögufélags Skagfirðinga, þar sem óskað er eftir fundi vegna uppgjörs félagsins gagnvart sveitarfélaginu vegna Byggðasögu Skagafjarðar.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að boða forsvarsmenn Sögufélags Skagfirðinga á fund byggðarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 124. fundur - 27.11.2024

Hjalti Pálsson, formaður Sögufélags Skagafjarðar sat fundinn undir þessum lið.

Mál áður á dagskrá 121. fundar byggðarráðs þann 11. nóvember 2024. Farið yfir stöðu mála og tillögur að uppgjöri Sögufélags Skagfirðinga vegna Byggðasögu Skagafjarðar ræddar.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga frá samkomulagi við Sögufélag Skagafjarðar í samræmi við umræður á fundinum.