Fara í efni

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2501023

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 128. fundur - 08.01.2025

Lögð fram beiðni um viðauka 1 við fjárhagsáætlun ársins 2025.

Í viðaukanum er óskað eftir auknu fjármagni vegna:
-fjölgunar barna í frístund í Varmahlíðarskóla 0,4 stöðugildi til ársloka 2025, 3,6 m.kr
-eins stöðugildis stuðningsfulltrúa í leikskólanum Ársölum út árið 2025 10 m.kr.
-eins stöðugildis stuðningsfulltrúa í Árskóla til loka skólaársins, 3,8 m.kr.
-fjölgunar ferða frístundastrætó, 1,5 m.kr.

Samtals útgjaldaaukning um 18,8 m.kr. Útgjaldaaukningu verði mætt með lækkun handbærs fjár.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 34. fundur - 15.01.2025

Vísað frá 128. fundi byggðarráðs frá 8. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Lögð fram beiðni um viðauka 1 við fjárhagsáætlun ársins 2025.

Í viðaukanum er óskað eftir auknu fjármagni vegna:
-fjölgunar barna í frístund í Varmahlíðarskóla 0,4 stöðugildi til ársloka 2025, 3,6 m.kr
-eins stöðugildis stuðningsfulltrúa í leikskólanum Ársölum út árið 2025 10 m.kr.
-eins stöðugildis stuðningsfulltrúa í Árskóla til loka skólaársins, 3,8 m.kr.
-fjölgunar ferða frístundastrætó, 1,5 m.kr.

Samtals útgjaldaaukning um 18,8 m.kr. Útgjaldaaukningu verði mætt með lækkun handbærs fjár.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlagður viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2025 borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.