Fara í efni

Ósk um leigu á Hrauni í Unadal

Málsnúmer 2501033

Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 18. fundur - 09.01.2025

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 2. janúar 2025 frá Erlingi Sigurðarsyni varðandi ósk um framlengingu á leigusamningi um jörðina Hraun í Unadal, L146544.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leggja til við byggðarráð að framlengja ekki ofangreindan samning og að skoðað verði hvort ekki sé skynsamlegast að selja jörðina.

Byggðarráð Skagafjarðar - 129. fundur - 15.01.2025

Máli vísað frá 18. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 9. janúar sl., þannig bókað:
"Lagður fram tölvupóstur dagsettur 2. janúar 2025 frá Erlingi Sigurðarsyni varðandi ósk um framlengingu á leigusamningi um jörðina Hraun í Unadal, L146544.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leggja til við byggðarráð að framlengja ekki ofangreindan samning og að skoðað verði hvort ekki sé skynsamlegast að selja jörðina."

Í gildi er leigusamningur um jörðina Hraun 146544 í Unadal, fastanúmer 214-3219 undirritaður 17. janúar 2017. Samningurinn gildir til 10 ára og rennur því út 31. desember 2026.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að umræddur samningur verði haldinn, en að hann verði ekki framlengdur. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fela sveitarstjóra að afla verðmats fyrir jörðina með sölu í huga.