Fara í efni

Fréttir

05.11.2024

Auglýsing vegna kjörskrár

Kjörskrá Skagafjarðar, vegna Alþingiskosninga þann 30. nóvember nk. liggur frammi í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, Skagfirðingabraut 21, alla virka daga frá kl. 10:00 til 12:00 og 12:30 -15:00 f.o.m. föstudeginum 8. nóvember 2024 til kjördags. Upplýsingar um hvar þú ert á kjörskrá og hvaða kjördeild þú tilheyrir er einnig að finna á upplýsingaveitu...
05.11.2024

Tilkynning til notenda á hitaveitu í Akrahreppi

Fimmtudaginn 7. nóvember kl. 9:00 stöðvast rennsli á heitu vatni til notenda í Akrahreppi fram eftir degi vegna viðhalds og breytinga í dælustöðinni við Syðstu – Grund. Svæðið sem þetta nær til er frá Dýrfinnustöðum í norður og að Uppsölum í suður. Við viljum benda notendum á að hafa lokað fyrir á öllum töppunarstöðum t.d. eldhúsblöndunartækjum og...
01.11.2024

Leikskóli í Varmahlíð, frágangur innanhúss - útboð

Skagafjörður óskar eftir tilboðum í frágang innanhúss á nýjum leikskóla í Varmahlíð.  Verkið felst í fullnaðarfrágangi að innan á nýrri leikskólabyggingu, sem byggð er við Varmahlíðarskóla í Varmahlíð. Heildarstærð nýrrar viðbyggingar er 555 m2. Helstu verkþættir og magntölur: Raflagnir, bruna og öryggiskerfi, lampar og lýsingLoftræsting...
01.11.2024

Syndum - Landsátak í sundi 1.-30. nóvember

Syndum saman í kringum Ísland. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2024. Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á www.syndum.is og fara í Mínar skráningar. Einfalt er að velja sér notendanafn og lykilorð og skrá synta metra. Þeir sem eiga notendanafn úr...
31.10.2024
Fréttir

Vegna verkfalla í leikskólanum Ársölum

Verkföll félagsmanna aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hófust á þriðjudag í níu skólum víðsvegar um landið. Þar á meðal er leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki. Á fundi byggðarráðs í gær var fjallað um starfsemi leikskólans Ársala á meðan á verkfalli leikskólakennara stendur. Í bókun byggðarráðs kemur fram að sveitarstjórn Skagafjarðar staðfesti...
31.10.2024

Ný brunavarnaáætlun Skagafjarðar tekur gildi

Tilkynning frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun: Skagafjörður samþykkti þann 23. október síðastliðinn nýja brunavarnaáætlun sveitarfélagsins til næstu fimm ára og er þetta önnur stafræna brunavarnaáætlun landsins. Brunavarnaáætlunin er nú aðgengileg á vefsíðu viðkomandi sveitarfélags en einnig er hún birt á vef HMS og má nálgast með því að smella á...
30.10.2024

Verndarsvæði í byggð - Kambastígur 2

Hjá byggingarfulltrúa Skagafjarðar liggur fyrir byggingarleyfisumsókn í samræmi við 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 frá eigendum fjölbýlishúss við Kambastíg 2 á Sauðárkróki, um leyfi til að gera breytingar á húsnæðinu. Skráð byggingarár hússins er 1927 og varða breytingarnar útlit hússins m.a. endurnýjun á hurð og gluggum á efri hæð. Áætlaður verktími er um 3 mánuðir. Framkvæmdin er innan verndarsvæðis í byggð sem er norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki. Þær breytingar sem nú er fyrirhugað að gera á húsnæðinu teljast óverulegar og ekki til þess fallnar að breyta núverandi ásýnd svæðisins.
29.10.2024

Sundlaugin í Varmahlíð lokuð 30. október milli kl. 9-11

Vegna vinnu Skagafjarðarveitna við endurbætur á tengingum í dælustöðinni í Varmahlíð verður Sundlaugin í Varmahlíð lokuð 30. október frá kl. 9-11 .
29.10.2024

Tilkynning frá Skagafjarðarveitum til notenda á hitaveitu sem eru tengdir við Varmahlíðarveituna

Heitavatnslaust verður miðvikudaginn 30. október frá kl. 09:00 – 11:00 vegna vinnu við endurbætur á tengingum í dælustöðinni í Varmahlíð.   Svæðið sem fer út er Varmahlíð að Brenniborg og Birkihlíð að vestan, frá Uppsölum að Hofsstaðaseli að austan, að meðtöldu Hegranesinu, að Kárastöðum að vestan og Keflavík að...
29.10.2024

Skagafjörður auglýsir eftir rekstraraðila fyrir Menningarhúsið Miðgarð

Rekstraraðila Menningarhússins Miðgarðs er ætlað að sjá um daglega starfsemi í húsinu, veitingasölu, útleigu, ræstingar og minniháttar viðhald. Meginhlutverk Menningarhússins Miðgarðs er að vera vettvangur tónlistar. Lögð er áhersla á fjölbreytta og metnaðarfulla tónlistardagskrá. Jafnframt er húsið æfingaraðstaða fyrir tónlistariðkendur í...