Fara í efni

Fréttir

Útboð: Víðigrund, Sauðárkróki - Gatnagerð 2026

09.01.2026
Skagafjörður og Skagafjarðarveitur óska eftir tilboðum í verkið Víðigrund, Sauðárkróki – Gatnagerð 2026. Verkið felst m.a. í endurgerð fráveitulagna, götulýsingar, vatnsveitu og hitaveitu í götunni Víðigrund á Sauðárkróki, auk jarðvegsskipta í götunni, með malbikun akbrautar og gangstétta og gerð kantsteina. Helstu magntölur: Skurðgröftur,...

Álagning fasteignagjalda í Skagafirði árið 2026

08.01.2026
Vakin er athygli á því að álagning A-flokk lækkar úr 0,47% í 0,435% á milli ára. Í ljósi mikillar hækkunar á fasteignamati íbúða sem er 13,5% í Skagafirði milli áranna 2025 og 2026, er það mikið fagnaðarefni að með þessari lækkun álagningarstuðuls eru þau áhrif hækkunar lækkuð úr 13,5% í tæp 5% sem er áætluð hækkun vegins meðaltals launavísitölu...

Afhending lykla að félagsheimilinu Bifröst

08.01.2026
Í vikunni fór fram formleg afhending lykla að félagsheimilinu Bifröst. Líkt og Skagfirðingar vita hafa þau hjónin Bára Jónsdóttir og Sigurbjörn Björnsson, ásamt fjölskyldu sinni, staðið vaktina af mikilli alúð í rúm 20 ár. Framlag þeirra til menningarlífs í sveitarfélaginu hefur verið ómetanlegt og óhætt er að segja að þau hafi sett sinn svip á...

Verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki - Aðalgata 14

07.01.2026
Hjá byggingarfulltrúa Skagafjarðar liggja fyrir gögn er varða tilkynnta framkvæmd í samræmi við 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 frá eiganda neðri hæðar fjöleignahúss með fasteignanúmerið F2131128 sem stendur á lóðinni númer 14 við Aðalgötu á Sauðárkróki. Skráð byggingarár hússins er 1930. Breytingar varða útlit á gluggum og hurðum vesturhliðar húss. Áætlaður verktími er um 6 mánuðir. Framkvæmdin er innan verndarsvæðis í byggð sem er norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki sem staðfest var af ráðherra þann 11. febrúar 2020. Samkvæmt greinargerð um verndarsvæði í byggð frá 2018 og Húsakönnun Sauðárkróks frá 2018 hefur húsið miðlungs varðveislugildi sem byggir að mestu á miðlungs menningarsögulegu gildi, tæknilegu ástandi og upprunalegu gildi. Aftur á móti er umhverfis gildi og listrænt gildi þess metið lágt.

Skipulagslýsing: Hofsós - Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn

07.01.2026
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 44. fundi sínum þann 10. desember 2025 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulags fyrir Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn á Hofsósi skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hér er sett fram skipulagslýsing vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir Hofsós – Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn....

Skipulagslýsing: Laufblaðið, Sauðárkróki, íbúðarbyggð og opið svæði

07.01.2026
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 44. fundi sínum þann 10. desember 2025 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir "Laufblaðið, Sauðárkróki, íbúðarbyggð og opið svæði" skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hér er sett fram skipulagslýsing vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir suðurhluta Túnahverfis, Laufblaðið, Sauðárkróki, Íbúðarbyggð og opið...

Mælavæðing hitaveitu í dreifbýli Skagafjarðar heldur áfram

06.01.2026
Skagafjarðarveitur luku í vor 2025 við umfangsmiklar framkvæmdir við að skipta út hemlum og mælavæða hitaveituna á Sauðárkróki. Urðu þá allir þéttbýliskjarnar í Skagafirði mælavæddir. Hafist var handa við mælavæðingu í dreifbýli sl. haust og byrjað á notendum milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Samhliða var hemlum sem bilaðir voru skipt út. Gert er...

Grunnskólinn á Hólum til leigu

05.01.2026
Skagafjörður auglýsir til leigu fasteignina Hólar Grunnskóli F2142800, 409 m2 húsnæði ásamt íbúðarhluta sem er að auki 135 m2, staðsett á Hólum í Hjaltadal Skagafirði. Húsnæðið var áður notað sem skólabygging og hentar því vel fyrir ýmsa starfsemi. Um er að ræða skólabyggingu og séríbúð. Hægt er að leigja fasteignirnar í sitthvoru lagi, þá íbúð...

Ábending vegna lausagöngu hunda

05.01.2026
Vakin er athygli á því að lausaganga hunda í þéttbýli Skagafjarðar er með öllu óheimil alla daga ársins, að undanskildu nytjahundar þegar þeir eru að störfum og í gæslu eiganda eða umráðamanns. Borið hefur á kvörtunum til sveitarfélagsins vegna lausagöngu hunda upp á síðkastið og því gott að hafa í huga að hundar skulu ávallt vera í taumi...