Tilboð óskast í akstur á leið 12 í Skólaakstri í Skagafirði
Vegna breytinga óskar Skagafjörður eftir tilboðum í skólaakstur á leið 12 í Skagafirði 2024-2027. Ekið er um Blönduhlíð-framhlíð að Varmahlíðarskóla.
Helstu magntölur eru :
- Akstursleið 21,6 km hver einföld leið.
- Eknar eru tvær ferðir hvern skóladag.
- Akstursdagar á skólaári eru um 175 dagar.
- Um 10 farþegar eru á leið 12
Óskað er eftir tilboðum í leið 12 í skólaakstri. Leiðin er laus frá 1. nóvember 2024 og samið verður til loka skólaárs 2027. Tilboð er gert í kílómetraverð fyrir ekna akstursleið en vakin er athygli á því að kílómetragjald helst óbreytt þó breytingar verði á akstursleið. Tilboðum skal skila með tölvupósti á netfangið skagafjordur@skagafjordur.is. Frestur til að skila tilboðum er til kl. 13:00 mánudaginn 30. september 2024.
Allar nánari upplýsingar veitir Baldur Hrafn Björnsson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs á netfanginu baldurhrafn@skagafjordur.is eða í síma 455 6036.