Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Hegrabjarg 2 L230360 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2311148Vakta málsnúmer
2.Neðri-Ás 3 L146477 - Umsókn um leyfi til niðurrifs mannvirkja.
Málsnúmer 2312031Vakta málsnúmer
Ragna Hrund Hjartardóttir, sækir f.h. dánarbús Eggerts Ólafssonar um leyfi til að fjarlægja eftirfarandi eignir af lóðinni Neðri Ás 3, L146477 í Hjaltadal. Mhl. 01, 9 fermetra skúr byggður 1992, mhl. 02, 63 fermetra einbýlishús byggt 1995 og mhl. 03, 29,8 fermetra geymsla byggð 2000. Fyrirhugað er að flytja einbýlishúsið mhl. 02 að Hegrabjargi 2, L230360 í Hegranesi. Erindið samþykkt.
3.Helgustaðir L146814 - Um byggingarheimild- eða leyfi.
Málsnúmer 2312043Vakta málsnúmer
Sólrún Júlíusdóttir sækir um leyfi til að byggja við einbýlishúss sem stendur á jörðinni Helgustöðum L146814 í Fljótum. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ingvari Jónssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir í verki 21-02, númer A-01 og A-02, dagsettir 7. og 13. nóvember 2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:00.
Einnig sótt um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Uppdráttur í verki 70510300, númer S01, dagsettur 10. nóvember 2023. Erindið samþykkt, stöðleyfi veitt.