Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Norðurbrún 9B - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2403225Vakta málsnúmer
Atli Gunnar Arnórsson byggingarverkfræðingur sækir f.h. Skagafjarðarveitna um leyfi til að byggja við borholuhús VH-03 sem stendur á lóðinni númer 9b við Norðurbrún í Varmahlíð. Í viðbyggingunni verður komið fyrir spenni og öðrum búnaði vegna dælingar úr borholunni. Einnig sótt um leyfi til að endurbyggja og stækka gasskiljutank fyrir heitt vatn sem stendur við dæluhús VH-03 á lóðinni. Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 10170001, númer A-101, A-102 og S-101, dagsettir 27. og 28. nóvember 2023. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
2.Vallholt L232700 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2403224Vakta málsnúmer
Guðmundur Þór Guðmundsson byggingarfræðingur sækir f.h. Rögnu Hrundar Hjartardóttur og Stefaníu Sigfúsdóttur um leyfi til að byggja íbúðarhús við geymsluhúsnæði á jörðinni Vallholti, L232700. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af umsækjanda. Uppdrættir í verki 123, númer A 01, A 02, A 03 og A 04, dagsettir 29.02.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
3.Réttarholt lóð L179257 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.
Málsnúmer 2404028Vakta málsnúmer
Jón Grétar Magnússon byggingarfræðingur sækir f.h. Mílu hf. um leyfi til að fjarlægja 2,3 fermetra tækja hús sem stendur á lóðinni Réttarholt lóð, L179257. Erindið samþykkt.
Fundi slitið - kl. 10:45.