Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

42. fundur 26. júní 2024 kl. 13:15 - 14:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Lynghóll L146877 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2406255Vakta málsnúmer

Þórður Karl Gunnarsson tæknifræðingur sækir f.h. Magnúsar Eiríkssonar um leyfi til að byggja við aðstöðuhús sem stendur í landi Lynghóls, L146877 í Fljótum. Framlagður aðaluppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdráttur í verki 78891003, númer A-100, dagsettur 25.06.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

2.Borgargerði 4 L234946 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2406257Vakta málsnúmer

Hallgrímur Ingi Jónsson tæknifræðingur sækir f.h. Tröllheima ehf. um leyfi til að byggja hesthús/reiðhöll á jörðinni Borgargerði 4, L234946. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 72954401, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 29.12.2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

3.Ytri-Hofdalir L146411 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2406217Vakta málsnúmer

Þórir Guðmundsson byggingarfræðingur sækir f.h. Ytri-Hofdala ehf. um leyfi til að byggja fjós á jörðinni Ytri-Hofdölum, L146411. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af umsækjanda. Uppdrættir í verki HA24143, númer A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 21.06.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

4.Helluland - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2406101Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 24. júní frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra úr máli 2024-043793. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar byggingarfulltrúa varðandi umsókn Martina Peony Wiedemann um leyfi til að reka gististað í flokki IV - C, minna gistiheimili í einbýlishúsi á jörðinni Hellulandi, L146382, F2142383. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 14:00.