Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

43. fundur 04. júlí 2024 kl. 10:00 - 10:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skagfirðingabraut L143716, íþróttasvæði - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2406234Vakta málsnúmer

Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, sækir f.h. sveitarfélagsins Skagafjarðar um leyfi til að staðsetja gámahýsi sem mun gegna hlutverki fyrir fjölmiðla aðstöðu við gervigrasvöllinn á íþróttasvæðinu við Skagfirðingabraut, L143716. Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni. Uppdráttur í verki 41410500, númer A-100, dagsettur 29.04.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt, byggingarheimild veitt.

2.Kirkjutorg 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2407017Vakta málsnúmer

Þórður Karl Gunnarsson tæknifræðingur sækir f.h. Fjölbrautaskóla Norðurl. vestra um leyfi til að gera breytingar á innangerð íbúðarhúss sem stendur á lóðinni númer 1 við Kirkjutorg. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 758201, númer A-100 og A-101, dagsettir 23.11.2023. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

3.Eyrarvegur 20 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2407018Vakta málsnúmer

Þórður Karl Gunnarsson tæknifræðingur sækir f.h. Kaupfélags Skagfirðinga um leyfi fyrir viðbyggingu, aðstöðu fyrir starfsfólk og stækkun á verkstæði við vesturhlið kjötafurðarstöðvar KS sem stendur á lóðinni númer 20 við Eyrarveg, L143289. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni. Uppdrættir í verki 30270302 númer A-100 og A-101, dagsettir 25.06.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

4.Lynghólmi L189120 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2406141Vakta málsnúmer

Jakob Emil Líndal arkitekt sækir f.h. Sigurðar Páls Haukssonar um leyfi til að byggja einbýlishús og gróðurskála á jörðinni Lynghólma, L189120. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá ALARK arkitektum ehf. af umsækjanda. Uppdrætti númer A001, A002 og A003 dagsettir 27.05.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:45.