Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd
Dagskrá
Ragnar Helgason og Auður Birgisdóttir sátu fundinn í gegnum fjarfundabúnað
1.Niðurstöður úr stefnumótunarvinnu sveitastjórnar Skagafjarðar
Málsnúmer 2308084Vakta málsnúmer
Magnús Barðdal verkefnastjóri fjárfestinga á SSNV mætti á fundinn og kynnti niðurstöður úr stefnumótunarvinnu sveitarstjórnar Skagafjarðar í atvinnumálum.
2.Styrkbeiðni - Útgáfa ævisögu Björns Pálssonar
Málsnúmer 2307077Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni frá Guðjóni Inga Eiríkssyni hjá Bókaútgáfunni Hólum, dagsett 14.07.2023, vegna útgáfu ævisögu Björns Pálssonar en Björn var frumkvöðull þegar kemur að sjúkraflugi. Sótt er um 50 þúsund krónur.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd getur því miður ekki orðið við styrkbeiðninni að þessu sinni
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd getur því miður ekki orðið við styrkbeiðninni að þessu sinni
3.Styrkbeiðni vegna Skíðaþings Íslands
Málsnúmer 2307106Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni frá Sigurði Hauksyni fyrir hönd Skíðadeildar Tindastóls, dagsett 18.07.2023, vegna kostnaðar við Skíðaþings Skíðasambands Íslands sem haldið verður 27. - 28. október nk. í Skagafirði. Sótt er um 150 þúsund krónur.
Atvinnu-, menningar- kynningarnefnd getur því miður ekki orðið við styrkbeiðninni að þessu sinni.
Atvinnu-, menningar- kynningarnefnd getur því miður ekki orðið við styrkbeiðninni að þessu sinni.
Sigurður Bjarni Rafnsson vék af fundi undir þessum lið.
Fundi slitið - kl. 17:15.