Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd
Dagskrá
1.Umsókn um styrk vegna bókakaupa
Málsnúmer 2310022Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkarbeiðni frá Þóru Jóhannesdóttur fyrir hönd Lestrarfélags Silfrastaðasóknar dagsett 2.10.2023 varðandi bókarkaup fyrir félagið.
Atvinnu-, menningar og kynningarnefnd getur ekki orðið við beiðninni og bendir á bókakost Héraðsbókasafns Skagfirðinga.
Atvinnu-, menningar og kynningarnefnd getur ekki orðið við beiðninni og bendir á bókakost Héraðsbókasafns Skagfirðinga.
2.Tillaga að breytingu á opnunartíma - Héraðsbókasafn
Málsnúmer 2310127Vakta málsnúmer
Tekin fyrir beiðni frá Kristínu Einarsdóttur, héraðsbókaverði, um breytingar á opnunartíma safnsins á Sauðárkróki fyrir árið 2024.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að vísa málinu til fjárhagsáætlunargerðar og felur starfsmönnum nefndarinnar að afla frekari gagna og vinna málið áfram með héraðsbókaverði.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að vísa málinu til fjárhagsáætlunargerðar og felur starfsmönnum nefndarinnar að afla frekari gagna og vinna málið áfram með héraðsbókaverði.
3.Ýmsar fjárfestingar fyrir héraðsbókasafn fyrir árið 2024
Málsnúmer 2310128Vakta málsnúmer
Tekin fyrir beiðni frá Kristínu Einarsdóttur, héraðsbókaverði, um ýmsar fjárfestingar fyrir árið 2024.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að vísa málinu til fjárhagsáætlunargerðar og felur starfsmönnum nefndarinnar að afla frekari gagna og vinna málið áfram með héraðsbókaverði.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að vísa málinu til fjárhagsáætlunargerðar og felur starfsmönnum nefndarinnar að afla frekari gagna og vinna málið áfram með héraðsbókaverði.
4.Fjárhagsáætlun málaflokkur 05
Málsnúmer 2310155Vakta málsnúmer
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2023 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.
5.Fjárhagsáætlun málaflokkur 13
Málsnúmer 2310156Vakta málsnúmer
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2023 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.
Fundi slitið - kl. 15:00.
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað.