Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

839. fundur 25. september 2018 kl. 11:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Útsvarshlutfall árið 2019

Málsnúmer 1809285Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um óbreytta hlutfallstölu útsvars í Sveitarfélaginu Skagafirði á árinu 2019, þ.e. 14,52%.
Byggðarráð samþykkir tillöguna samhljóða.

2.Rekstrarupplýsingar 2018

Málsnúmer 1805011Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar til og með júlí 2018. Reksturinn stenst vel áætlun tímabilsins bæði tekna og gjaldamegin.

3.Yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga

Málsnúmer 1809276Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 21. september 2018 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi samantekt ráðuneytisins um lögmæt verkefni sveitarfélaga, skv. 1. mrg. 7. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.

Fundi slitið.