Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Innheimtumál hjá Lögheimtunni
Málsnúmer 1810204Vakta málsnúmer
Sjá trúnaðarbók
2.Aðalfundarboð 2018 Verið vísindagarðar ehf
Málsnúmer 1810190Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. október 2018. Verið Vísindagarðar ehf. boðar til aðalfundar þann 20. nóvember 2018.
Byggðarráð samþykkir að Gunnsteinn Björnsson fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundinum.
Byggðarráð samþykkir að Gunnsteinn Björnsson fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundinum.
3.Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 18. nóv 2018
Málsnúmer 1811042Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá Samgöngustofu, dagsettur 6. nóvember 2018, varðandi minningardag þeirra sem látist hafa í umferðarslysum á Íslandi. Minningardagurinn verður sunnudaginn 18. nóvember 2018 og sveitarfélög hvött til þess að taka þátt í deginum með einum eða öðrum hætti.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og hvetur íbúa og viðbragðsaðila til að taka þátt í deginum.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og hvetur íbúa og viðbragðsaðila til að taka þátt í deginum.
4.Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga 2019
Málsnúmer 1810026Vakta málsnúmer
Lögð fram bókun 60. fundar atvinnu-, menningar og kynningarnefndar þann 24. október 2018, varðandi gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga 2019. Lagt er til að gjaldskráin verði óbreytt frá árinu 2018. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 1.700 kr. og 1.500 kr. fyrir hópa, öryrkja, eldri borgara og námsmenn.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
5.Landfræðileg upplýsingagögn sveitarfélaga
Málsnúmer 1811039Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Þjóðskrá Íslands, landupplýsingadeild, ódagsett en móttekið 6. nóvember 2018, varðandi landfræðileg upplýsingagögn sveitarfélaga. Óskað er eftir samstarfi við sveitarfélög við að koma upp starfrænum gagnagrunni með hnitsettum eignamörkum í landeignaskrá.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að sjá um samkipti við Þjóðskrá Íslands.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að sjá um samkipti við Þjóðskrá Íslands.
6.Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga í samráðsgátt til umsagnar
Málsnúmer 1811041Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 1. nóvember 2018 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, varðandi nýja reglugerð um sjóðinn sem er nú í samráðsgátt til umsagnar.
Byggðarráð fagnar framkomnum drögum þar sem á margan hátt er verið að koma til móts við sjónarmið landstórra fjölkjarna sveitarfélaga. Mikilvægt er að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga haldi upprunalegu hlutverki sínu að jafna aðstöðumun sveitarfélaga á landinu vegna verkefna sinna.
Byggðarráð fagnar framkomnum drögum þar sem á margan hátt er verið að koma til móts við sjónarmið landstórra fjölkjarna sveitarfélaga. Mikilvægt er að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga haldi upprunalegu hlutverki sínu að jafna aðstöðumun sveitarfélaga á landinu vegna verkefna sinna.
7.Umsagnarbeiðni frumvarp til laga um breytingu vegna afnáms uppreistrar æru
Málsnúmer 1810146Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dagsettur 25. október 2018, þar allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms um uppreist æru, 222. mál.
8.Umsagnarbeiðni þingsályktunartillaga um náttúrustofur
Málsnúmer 1811062Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dagsettur 8. nóvember 2018, þar umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um náttúrustofur, 29. mál.
Byggðarráð fagnar framkominni þingsályktunartillögu enda mikilvægt að efla starfsemi náttúrustofa með auknum verkefnum og fjármagni.
Byggðarráð fagnar framkominni þingsályktunartillögu enda mikilvægt að efla starfsemi náttúrustofa með auknum verkefnum og fjármagni.
9.Umsagnarbeiðni þingsályktunartillaga um aðgerðaáætlun í húsnæðismálum
Málsnúmer 1811063Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dagsettur 8. nóvember 2018, þar sem velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í húsnæðismálum, 5. mál.
Fundi slitið - kl. 12:17.