Fara í efni

Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki

1. fundur 10. apríl 2024 kl. 13:30 - 14:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson aðalm.
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Berglind Þorsteinsdóttir forstöðumaður byggðasafns
  • Kristín Sigurrós Einarsdóttir forstöðumaður héraðsbókasafns
  • Sólborg Una Pálsdóttir forstöðumaður héraðsskjalasafns
  • Jón Örn Berndsen
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá

1.SAK - Menningarhús, útboðsgögn og útboð

Málsnúmer 2202041Vakta málsnúmer

Til fundarins komu Sandra Dís Dagbjartsdóttir og Sigurjón Bjarni Bjarnason frá VSÓ ráðgjöf og fjölluðu um ástandsmat á núverandi húsnæði Safnahúss Skagfirðinga, mögulegar útboðsleiðir framkvæmdar við nýtt menningarhús og tilboð í aðstoð við ráðgjöf við gerð útboðsgagna sem og umsjón
vegna hönnunarútboðs með forvali.
Byggingarnefnd samþykkir samhljóða að ráðast í aðskilið hönnunar- og verktakaútboð fyrir menningarhús á Sauðárkróki og að taka tilboði VSÓ ráðgjafar í aðstoð við gerð útboðsgagna og umsjón vegna hönnunarútboðs með forvali.

Fundi slitið - kl. 14:45.