Undir þessum dagskrárlið tóku Sandra Dís Dagbjartsdóttir og Helena Margrét Áskelsdóttir frá VSÓ ráðgjöf þátt í fundinum.
Farið yfir drög að forvalsgögnum vegna þátttökurétts í lokaðri hönnunarsamkeppni vegna nýs menningarhúss á Sauðárkróki. Um er að ræða hönnunarsamkeppni eins og henni er lýst í 44. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Í verkinu felst hönnun um 1150 fm nýbyggingar og 1091 fm endurbóta á núverandi safnahúsi. Hönnunarteymi skal samanstanda af eftirfarandi aðilum: Hönnunarstjóra, arkitekt, landslagsarkitekt, hönnuði burðarvirkja, hönnuði lagna- og loftræstikerfa, hönnuði rafkerfa og lýsingar, hönnuði brunatækni og hönnuði hljóðvistar.
Markmiðið er að byggja aðlaðandi og vel útfært menningarhús sem sómir sér vel í umhverfinu og mætir þörfum metnaðarfulls menningarstarfs í Skagafirði. Einnig verður litið til hagkvæmnis sjónarmiða og kröfu um að framkvæmdin verði innan fjárheimilda.
Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki samþykkir samhljóða að ráðast í forval vegna þátttökurétts í lokaðri hönnunarsamkeppni nýs menningarhúss á Sauðárkróki í samræmi við fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum.
Farið yfir drög að forvalsgögnum vegna þátttökurétts í lokaðri hönnunarsamkeppni vegna nýs menningarhúss á Sauðárkróki. Um er að ræða hönnunarsamkeppni eins og henni er lýst í 44. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Í verkinu felst hönnun um 1150 fm nýbyggingar og 1091 fm endurbóta á núverandi safnahúsi. Hönnunarteymi skal samanstanda af eftirfarandi aðilum: Hönnunarstjóra, arkitekt, landslagsarkitekt, hönnuði burðarvirkja, hönnuði lagna- og loftræstikerfa, hönnuði rafkerfa og lýsingar, hönnuði brunatækni og hönnuði hljóðvistar.
Markmiðið er að byggja aðlaðandi og vel útfært menningarhús sem sómir sér vel í umhverfinu og mætir þörfum metnaðarfulls menningarstarfs í Skagafirði. Einnig verður litið til hagkvæmnis sjónarmiða og kröfu um að framkvæmdin verði innan fjárheimilda.
Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki samþykkir samhljóða að ráðast í forval vegna þátttökurétts í lokaðri hönnunarsamkeppni nýs menningarhúss á Sauðárkróki í samræmi við fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum.