Eyvindarstaðaheiði ehf.
Eyvindarstaðaheiði ehf
Fundargerð stjórnarfundar - 3
Stjórnarfundur Eyvindarstaðaheiðar ehf., haldinn á Syðra-Skörðugili 15. október 2015 kl: 20:00.
Á fundinn mættu stjórnarmennirnir Valgerður Kjartansdóttir, Einar E. Einarsson, Smári Borgarsson, Tryggvi Jónsson en Jakob Sigurjónsson boðaði forföll. Einnig sat fundinn Ástþór Árnason undir öðrum lið fundargerðar.
Dagskrá.
- Fundargerð frá 21. ágúst 2015.
- Rif á girðingu samkvæmt útboði
- 1. Fundargerð síðasta fundar.
Fundargerð frá 21. ágúst undirrituð formlega.
- 2. Rif á girðingu samkvæmt útboði.
Farið yfir framlagt tilboð frá Svönu Ósk Rúnarsdóttir, en hún ásamt Ástþóri Árnasyni áttu lægsta tilboðið í að fjarlægja girðingu frá Blöndulóni fram að Seyðisá samkvæmt útboði sem opnuð voru á stjórnarfundi 21. ágúst 2015. Fyrir hönd þeirra stendur Ástþór við framlagt tilboð. Samþykkt var að greiða honum í lok árs 2015 samkvæmt því hlutfalli sem þá er búið að fjarlægja af girðingunni. Afganginn samkvæmt tilboði eða á áætluðum verklokum og að verki loknu þann 15. september 2016. Fyrir greiðslu í lok árs 2015 skilar Ástþór og Svana skriflegri staðfestingu á því sem búið er að fjarlæga af girðingunni áður en greitt er.
Fundi slitið kl. 21:45
Valgerður Kjartansdóttir (sign)
Smári Borgarsson (sign)
Einar E Einarsson (sign)
Tryggvi Jónsson (sign)