Eyvindarstaðaheiði ehf.
Eyvindarstaðaheiði ehf
Fundargerð stjórnarfundar - 4
Stjórnarfundur Eyvindarstaðaheiðar ehf., haldinn í KS-Varmahlíð 16. júní 2016 kl: 20:00.
Á fundinn mættu stjórnarmennirnir Valgerður Kjartansdóttir, Einar E. Einarsson, Smári Borgarsson, Tryggvi Jónsson og Jakob Sigurjónsson.
Dagskrá.
- Girðingamál.
- Viðhald vega.
- Aðalfundur 2016
- Önnur mál
- 1. Girðingarmál
Jakob vék af fundi undir þessum lið.
Farið yfir gjaldskrá og ákveðið að eftirfarandi verð gildi vegna girðingaviðhalds árið 2016.
Vinna 3.400 kr pr klst án vsk.
Akstur á bíl samkvæmt ríkistaxta, torfærugjald án vsk.
Akstur á dráttavél 6.000 kr pr klst án vsk.
Akstur á sexhjóli: 190 kr pr km án vsk.
Jafnframt skaffar Eyvindarstaðaheiði ehf gistingu í Galtarárskála fyrir þá sem girða samkvæmt samkomulagi meðan á vinnu stendur.
Verktakar skili vinnuskýrslum eftir hvern dag.
Samþykkt að semja við Sverri Sverrisson (Bændaverk ehf), um viðhald girðinga austan Svartár og við Jakob Sigurjónsson um viðhald vestan Svartár.
- 2. Viðhald vega
Ákveðið að semja við Óskar Ólafsson um viðhald vega í Kiðaskarði að vestan og við Smára Borgarsson um viðhald á vegi að austan.
Rætt um veginn um Gilhagadal og ákveðið að bíða með ákvörðun þar til endanleg fjárfestingargeta félagsins vegna 2016 er ljós. Smári tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
- 3. Aðalfundur 2016
Ákveðið að halda aðalfund 7. júlí ef Kristján Jónasson frá KPMG getur mætt þann dag. Valgerði falið að kanna það og auglýsa síðan fund.
- 4. Önnur mál
Lagt fram bréf frá Stefáni Ólafssyni hrl. með fyrirspurn frá skjólstæðingi sínum, Óskari Guðmundssyni um atriði er lúta að útboði á að fjarlæga 22 km girðingu á Eyvindarstaðaheiði. Valgerði falið að svara bréfinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 22:00
Valgerður Kjartansdóttir (sign)
Tryggvi Jónsson (sign)
Einar E. Einarsson (sign)
Smári Borgarsson (sign)
Jakob Sigurjónsson (sign)