Eyvindarstaðaheiði ehf.
Eyvindarstaðaheiði ehf
Fundargerð stjórnarfundar - 5
Stjórnarfundur Eyvindarstaðaheiðar ehf., haldinn í KS-Varmahlíð 2. ágúst 2016 kl: 11:00.
Á fundinn mættu stjórnarmennirnir Valgerður Kjartansdóttir, Einar E. Einarsson, Smári Borgarsson, Tryggvi Jónsson og Jakob Sigurjónsson.
Dagskrá.
- Girðingamál.
- Viðhald vega.
- Önnur mál
- 1. Girðingarmál
Fyrir liggur bréf frá Ástþóri Árnasyni þar sem hann biður um frest í eitt ár um að skila af sér því verki sem samið var um við hann á stórnarfundi 15. október 2015, en það var fjarlæging á girðingu frá Blöndulóni fram að Seyðisá samkvæmt auglýstu útboði. Verkinu átti að skila 15. september 2016. Ástæða beiðni um frestun, er óvænt veikindi sem vonir standa til að jafni sig og að þá verði hægt að fara í verkið. Stjórn samþykktir að gefa Ástþóri tækifæri til að skila verkinu ári seinna en áætlað var en vill að fundur verði haldinn með stjórn og verkbjóðenda í byrjun apríl 2017 þar sem hann geti þá gefið svör um hvort hann telji sig geta framfylgt verkinu það árið eða ekki. Niðurstöður þess fundar ráða þá ákvörðun stjórnar um hvort frestun um eitt ár standi eða hvort stjórn ákveður að finna málinu nýjan farveg.
- 2. Viðhald vega
Rætt um mikilvægi þess að halda áfram að grjótmylja og laga veginn um Gilhagadal, en árið 2015 voru tættir 9 km af veginum. Stjórn er sammála um að þessi tæting á veginum og sú sem framkvæmd var um Kiðaskarðið árið 2014 hafi tekist mjög vel, skili góðum vegi og sé hagkvæmur kostur í viðhaldi þessara vega. Ákveðið að fara í verkið og taka álíka langan vegarkafla í ár og ljúka þar með tætingu á Gilhagadal. Smára falið að ræða við Bessa Vésteinsson um verkið og áætlaðan kostnað.
- 3. Önnur mál
Rætt um ávöxtun þeirra fjármuna sem félagið á og hvaða kostir séu bestir fyrir félagið. Ákveðið að afla fleiri tilboða frá lánastofnunum og vinna málið áfram.
Fundi slitið kl: 12:30
Valgerður Kjartansdóttir (sign)
Tryggvi Jónsson (sign)
Einar E. Einarsson (sign)
Smári Borgarsson (sign)
Jakob Sigurjónsson (sign)