Eyvindarstaðaheiði ehf.
Aðalfundur Eyvindarstaðaheiði ehf.
Haldinn á skrifstofu KPMG Sauðárkróki 7. júlí 2016 kl: 13:00
Mætt voru: Valgerður Kjartansdóttir, Einar E. Einarsson, Tryggvi Jónsson og Jakob Sigurjónsson fyrir hönd Eyvindarstaðaheiðar ehf, og Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og Einar Jónsson og Þorleifur Ingvarsson fyrir hönd Húnavatnshrepps. Einnig sat fundinn Kristján Jónasson endurskoðandi frá KPMG.
Dagskrá:
- Skýrsla stjórnar
- Ársreikningur 2015
- Meðferð rekstrarhagnaðar 2015
- Kosningar
- Kosning endurskoðenda
- Önnur mál
Valgerður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Samþykkt samhljóða að Kristján Jónsson væri fundarstjóri og Einar E. Einarsson, ritari.
- 1. Skýrsla stjórnar
Valgerður gerði grein fyrir skýrslu stjórnar en samtals voru haldnir þrír stjórnarfundir á árinu og voru störf stjórnar með hefðbundnum hætti. Að venju var unnið að viðhaldi vega og girðinga en hæst ber ákvörðun um að taka tilboði í að fjarlægja svokallaða Blöndugirðingu sem liggur með Blöndu frá Blöndulóni að Seyðisá. Einnig var lögð mikil vinna í að bæta veginn um Kiðaskarð en bæði voru gerðar ákveðnar lagfæringar með gröfu en síðan var vegurinn tættur með grjótmulningstætara. Verkefnið lítur út fyrir að hafa tekist mjög vel.
- 2. Ársreikningur 2015
Kristján Jónasson gerði grein fyrir niðurstöðum ársreiknings 2015. Hagnaður varð af rekstri félagsins á árinu 2015 að fjárhæð 136 þús. kr. samkvæmt rekstarreikningi. Eigið fé félagsins nam í árslok 39.036 þús. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, þar af nemur hlutafé félagsins 510 þús. kr.
Ársreikningur og skýrsla stjórnar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
- 3. Meðferð rekstarhagnaðar 2015
Samþykkt að flytja hagnað ársins 2014 til hækkunar á eigin fé. Enginn arður verður greiddur út.
- 4. Kosningar
Samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar munu Valgerður Kjartansdóttir, Smári Borgarsson og Einar E. Einarsson sitja í stjórn fyrir hönd Svf. Skagafjarðar og samkvæmt ákvörðun Húnavatnshrepps munu Tryggvi Jónsson og Jakob Sigurjónsson verða í stjórn fyrir hönd Húnavatnshrepps. Enginn varastjórn er skipuð.
- 5. Kosning endurskoðenda
Samþykkt samhljóða að kjósa Kristján Jónasson hjá KPMG sem endurskoðenda Eyvindarstaðaheiðar ehf.
- 6. Önnur mál
a) Vaxtarkjör á peningum
Rætt um þær breytingar sem orðið hafa síðan Sparisjóður Skagafjarðar var yfirtekinn af Arion banka. Tryggva falið að ræða við Arion banka um núverandi stöðu og möguleikana á betri kjörum, og/eða ræða við aðrar bankastofnanir um möguleika á ávöxtun.
b) Skuld Upprekstarfélags Eyvindarstaðaheiðar við Eyvindarstaðaheiði ehf.
Í framhaldi af aðalfundi 2014 hafa forsvarsmenn Húnavatnshrepps átt fund með forsvarsmönnum Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Niðurstaðan var kynnt og er hún að sveitarfélögin vilja að Eyvindarstaðaheiði ehf., taki við rekstri skálanna af Upprekstarfélagi Eyvindarstaðaheiðar. Sveitarfélögin hafa samþykkt að fá Kristján Jónasson hjá KPMG til að kanna hvernig fyrirhuguð sameining ætti að fara fram, kanna virði eignanna, skoða rekstur síðustu ára og áætlaðan kostnað við viðhald næstu ár. Að þessu munu einnig koma aðrir starfsmenn sveitarfélaganna. Í framhaldinu verður síðan farið í formlega yfirfærslu og samninga þar um.
Ákveðið að gera ferð á Eyvindarstaðaheiði og skoða skálana. Lagt til að bæði fulltrúar stjórnar og fulltrúar sveitarfélaganna fari með eða allir þeir sem tök hafa á þegar farið verður.
Kristján sleit fundi kl: 14:15 og þakkaði fundarmönnum fundarsetuna.
Einar E. Einarsson, ritaði fundargerð.
Valgerður Kjartansdóttir (sign)
Smári Borgarsson (sign)
Jakob Sigurjónsson (sign)
Tryggvi Jónsson (sign)
Kristján Jónsson (sign)
Ásta Pálmadóttir (sign)
Einar Jónsson (sign)
Þorleifur Ingvarsson (sign)