Fara í efni

Eyvindarstaðaheiði ehf.

6. fundur 29. maí 2017 kl. 20:00 - 21:30 Varmahlíð

Eyvindarstaðarheiði ehf

Stjórnarfundur Eyvindastaðarheiðar ehf., haldinn í KS-Varmahlíð 29. maí 2017 kl: 20:00.

 Á fundinn mættu stjórnarmennirnir Valgerður Kjartansdóttir, Einar E. Einarsson, Smári Borgarsson, Tryggvi Jónsson og Jakob Sigurjónsson.

 Dagskrá.

  1. Fundargerð síðasta fundar.
  2. Rif á Blöndugirðingu
  3. Viðhald girðinga
  4. Viðhald vega
  5. Aðalfundur 2017
  6. Önnur mál

 

1.      Fundargerð síðasta fundar.

Fundargerð frá stjórnarfundi 2. ágúst 2016 undirrituð og samþykkt formlega en hún hafði áður verið send nefndarmönnum strax að stjórnarfundi loknum.

2.      Girðingarmál

Valgerður gerði grein fyrir því að Ástþór Árnason hefði lýst því yfir að hann gæti ekki staðið við það verk sem hann tók að sér þegar var með lægsta boð í rif á girðingu frá Blöndulóni að Seyðisá.  Ástæðan er heilsubrestur.  Á leiðinni er skrifleg staðfesting. Vegna umræðu sem kominn er um hugsanlega nýja varnarlínu á heiðinni var ákveðið að kynna Matvælastofnun tilvist girðingarinnar og athuga hvort þeir hafi áhuga á henni sem kafla inn í þá varnarlínu.  Ekki liggur samt fyrir hvar ný varnarlína eigi að vera eða hvenær hún verður að veruleika.  Framundan er kynningarfundur Matvælastofnunnar í Húnaveri og í framhaldinu yrði þá stofnuninni ritað bréf og beðið um formleg svör áður en samið yrði við aðra um rif á girðingunni eins og áformað hefur verið að gera. 

3.      Viðhald girðinga

Jakob vék af fundi undir þessum lið.

Rætt um viðhald girðinga en á síðustu tveimur árum hefur verið gert mikið áttak í að laga þær og er það mat manna að almennt sé ástandið nú betra en það var um tíma.  Ákveðið að bjóða fyrst Sverri Sverrissyni (Bændaverk ehf),  að sjá um viðhald girðinga austan Svartár og Jakobi Sigurjónssyni að sjá um viðhald vestan Svartár.  Boðin verða sömu kjör og á síðasta ári sem eru:

Vinna 3.400 kr pr klst án vsk.

Akstur á bíl samkvæmt ríkistaxta, torfærugjald án vsk.

Akstur á dráttavél 6.000 kr pr klst án vsk.

Akstur á sexhjóli: 190 kr pr km án vsk.

Jafnframt skaffar Eyvindarstaðarheiði ehf gistingu í Galtaráskála fyrir þá sem girða samkvæmt samkomulagi meðan á vinnu stendur.

Verktakar skili vinnuskýrslum eftir hvern dag. 

Rætt við Jakob og samþykkti hann að taka að sér viðhald girðinga vestan Svartár.  Tryggva falið að ræða við Bændaverk ehf. 

4.      Viðhald vega.

Ákveðið að ræða við sömu aðila og verið hafa með viðhald vega en ekki er ætlunin að láta tæta neinn veg í ár.  Almennt telja fundarmenn að ástand veganna sé óvanalega gott þetta árið.  Ákveðið að ræða við Óskar Ólafsson um viðhald vega í Kiðaskarði að vestan og við Smára Borgarsson um viðhald á vegi að austan.  Jafnframt að semja við Smára um viðhald vegs um Gilhagadal og Goðdalafjall og að Bjarni Ingólfsson sjái um Rugludalsveg.  Smári Borgarsson tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar. 

5.      Aðalfundur 2017.

Stefnt er á að halda Aðalfund 2017 13 eða 14 júní.  Valgerði falið að boða fund í samráði við Kristján Jónasson hjá KPMG.

6.      Önnur mál.

Engin.

Fundi slitið kl: 21:30 

___________________________

Valgerður Kjartansdóttir (sign.) 

____________________________                             ______________________________

Tryggvi Jónsson   (sign.)                                                     Einar E. Einarsson (sign.) 

__________________________                                ______________________________

Smári Borgarsson (sign.)                                                    Jakob Sigurjónsson (sign.)