Fara í efni

Eyvindarstaðaheiði ehf.

9. fundur 24. október 2018 kl. 20:00 - 22:00 Húnaver

 Á fundinn mættu stjórnarmennirnir Valgerður Kjartansdóttir, Einar E. Einarsson, Smári Borgarsson, Sigursteinn Bjarnason og Jakob Sigurjónsson.

 Dagskrá.

  1. Málefni daglegs rekstar.
  2. Fjármál félagsins.
  3. Rif á Blöndugirðingu.
  4. Önnur mál

 

  1. 1.      Málefni daglegs rekstrar

Rætt um ýmislegt sem snýr að daglegum rekstri félagsins og hvernig koma mætti hlutum þannig fyrir að reksturinn verði sem hagkvæmastur, sérstaklega með tillit til aðkeyptrar þjónustu, en um leið tryggt að öll skjöl og pappírar berist til réttra aðila. Einar upplýsti að hann hefði átt fund með Kristjáni Jónassyni hjá KPMG.  Í framhaldi af umræðunni var eftirfarandi ákveðið.

a)      Stofna heimabanka sem núverandi prófkúruhafi félagsins, Valgerður Kjartansdóttir, hafi aðgang að og geti þar greitt reikninga félagsins.  Jafnframt hafi endurskoðandi félagsins, Kristján Jónasson hjá KPMG skoðunaraðgang að bankanum til að einfalda aðgengi að reikningum félagsins.

b)      Færa heimilisfang félagsins til KMPG, Borgarmýri 1, 550 Sauðárkróki. Markmiðið með þessari breytingu er að tryggja að allur póstur til félagsins skili sér á tilsettum tíma. Gengið var frá eyðublöðum vegna þessa.

c)      Fyllt var út eyðublað frá Fyrirtækjaskrá með núverandi stjórn en eftir var að tilkynna þær breytingar sem urðu eftir síðasta aðalfund.

d)      Gengið frá eyðublaði til að loka prófkúru umboði Tryggja Jónssonar og samþykkt að Sigursteinn Bjarnason fái einnig prófkúru umboð fyrir félagið vegna eftirlits með fjármunum þess.

e)      Framvegis eiga stjórnarmenn að gera reikningana sjálfir vegna fundarsetu og aksturs samkvæmt ákvörðun aðalfundar og senda á formann félagsins sem sér um að greiða þá.  Þetta ber þeim að gera fyrir 1. desember ár hvert.

f)       Mikilvægt að öll skil á bókhaldi félagsins til bókhaldara vegna hvers rekstrar árs sé ekki seinna en 1. desember hvers árs.  Best að þeir berist reglulega yfir árið.  Skoðað verði hvort skynsamlegt sé að láta gera virðisaukaskatt skil félagsins tvisvar á ári í stað einu sinni eins og nú er.

Það er von stjórnar að þessar breytingar leiði til minni kostnaðar við bókhald og tryggi skil á þeim bréfum, reikningum eða örðu sem félaginu er sent á réttum tíma.

 

  1. 2.      Fjármál félagsins

Rætt um fjármál félagsins og hvort ávöxtum þeirra fjármuna sem félagið á sé með ásættanlegum hætti.  Ákveðið að Valgerður og Sigursteinn fari í bankana og afli frekari upplýsinga fyrir næsta fund.

 

  1. 3.      Rif á Blöndugirðingu

Undir þessum lið sat Óskar Leifur Guðmundsson en áður var búið að ræða við hann um að rífa umrædda Blöndugirðingu sem liggur frá Blöndulóni fram að Seyðisá.  Gerður var skriflegur samningur við Óskar um framkvæmdina og var samningurinn samþykktur samhljóða af stjórn og Óskari Leif Guðmundssyni.

 

  1. 4.      Önnur mál.

Enginn

Einar E. Einarsson ritaði fundargerð.

Fundi slitið kl: 22:00

Sigursteinn Bjarnason sign

Smári Borgarsson sign

Jakob Sigurjónsson sign

Einar E. Einarsson sign