Fara í efni

Eyvindarstaðaheiði ehf.

11. fundur 07. maí 2019 kl. 20:00 - 22:06 Húnaveri

Á fundinn mættu stjórnarmennirnir Valgerður Kjartansdóttir, Smári Borgarsson, Sigursteinn Bjarnason og Jakob Sigurjónsson.  Einar E. Einarsson boðaði forföll á síðustu stundu.

  Dagskrá.

  1. Ráðstöfun fjármuna
  2. Aðalfundur
  3. Girðingar
  4. Viðhald vega

 

  1. 1.      Ráðstöfun fjármuna

Búið er að ráðstafa fjármunum félagsins til samræmis fyrri ákvörðun.

 

  1. 2.      Aðalfundur

Ákveðið að stefna að aðalfundi 3-4 júní ef það gengur upp fyrir KPMG. Valgerður athugar með það.

 

  1. 3.      Girðingar

Jakob vék af fund undir þessum lið

Ákveðið að semja við Jakob og Sverrir um viðhald girðinga eins og verið hefur séu þeir tilbúnir í það. Sigursteinn tali við Sverrir.

Ákveðið að bjóða þeim kr. 4.200,- á tímann. Bíll  samkvæmt ríkistaxta og miðist við torfærugjald. Sexhjól  Kr. 190,- fyrir ekinn km. og kr. 6.000,- á klst. fyrir dráttarvél.

 

  1. 4.      Viðhald vega

Stefnt skuli að því að semja við Smára í Goðdölum, Óskar á Steiná og Bjarna á Bollastöðum að sjá um viðhald þeirra vega sem þeir hafa séð um. Smári vék af fundi undir þessum lið.

Stefnt er á að setja kr. 1.000.000,- í endurbætur á vegum í sumar umfram nauðsynlegt viðhald. Það væri í brot og ofaníburð slæmra kafla.  Ákveðið verður á aðalfundi í hvaða kafla verður farið.

 

Jakob Sigurjónsson ritaði fundargerð.

 

Valgerður Kjartansdóttir                                                     

Sigursteinn Bjarnason        

Smári Borgarsson                                                               

Jakob Sigurjónsson