Fara í efni

Félagsmálanefnd

4. fundur 18. ágúst 1998 kl. 11:00 Stjórnsýsluhús

Ár 1998, þriðjudagur 18.8. kl. 1100, kom félagsmálanefnd saman til fundar í  Stjórnsýsluhúsinu.

Mættir voru undirritaðir ásamt Sveini Friðvinssyni.

 

Dagskrá:

  1. Húsnæðismál.

Sveinn Friðvinsson verður með kynningu á málaflokknum.

  1. Starfsmannamál.
  2. Trúnaðarmál.
  3. Önnur mál.

Áður en gengið var til dagskrár kom beiðni frá Grétu Sjöfn Guðmundsd. um að taka inn á dagskrá málefni starfsmanna félagsmálastofnunar, en miklar breytingar eru á starfsmannahaldi. Var það samþykkt að taka það inn á dagskrá eftir liðnum Húsnæðismál.

 Afgreiðslur:

1. Sveinn Friðvinsson gerði grein fyrir málaflokknum Húsnæðismál.

a)    Innlausn íbúða:

       1) Jöklatún 5, félagsleg eignaríbúð. (Sjá innr.bók)

       2) Grenihlíð 32, félagsleg eignaríbúð. (Sjá innr.bók)

       3) Víðimýri 10, félagsleg eignaríbúð. (Sjá innr.bók)

       4) Víðimýri 6, félagsleg eignaríbúð. (Sjá innr.bók)

b)   Beiðnir um að leigja íbúðir:

       1) Samþykkt að leigja Kvistahlíð 13, félagsleg eignaríbúð. (Sjá innr.bók)

       2) Samþykkt að leigja Jöklatún 6, almenn kaupleiguíbúð. (Sjá innr.bók)

       3) Samþykkt að leigja Kvistahlíð 17, félagsleg eignaríbúð. (Sjá innr.bók)

c)   Úthlutun íbúða:

       1) Samþykkt að úthluta Jöklatúni 7, félagsleg eignaríbúð. (Sjá innr.bók)

 

2. Starfsmannamál.

Á fundinn mættu Guðbjörg Ingimundard., Sigríður Sigurjónsdóttir og Guðleif Birna Leifsdóttir. Sigríður Sigurjónsdóttir, starfandi félagsmálastjóri, gerði grein fyrir starfsmannamálum félagsmálastofnunar.

Guðbjörg Ingimundardóttir tók til máls og skýrði stöðu ýmissa málaflokka en Guðbjörg er komin í leyfi. Ljóst er að mikil aukning er á félagsþjónustu eftir sameiningu.

Gréta Sjöfn Guðmundsd. lagði fram eftirfarandi bókun:

“Þó félagsmálanefnd hafi þegar fundað 4 sinnum og að mörg brýn mál bíði úrlausnar, hefur meirihlutinn ekki fullnægt þeim frumskyldum sínum að setja nefndinni erindis­bréf um starfssvið og jafnhliða áherslur sveitarstjórnar um forgangsverkefni.

Þá hefur félagsmálanefnd ekki mótað starfsreglur um vinnulag nefndarinnar, sem skapar óvissu fyrir nefndarmenn um afgreiðslu mála, en ekki síður fyrir starfs­menn félagsmálanefndar. Þá er rétt að benda á að starfsmannamál nefndarinnar eru í mikilli óvissu. Það er krafa mín að sveitarstjórn setji félagsmálanefnd strax erindisbréf jafnhliða sem félagsmálanefnd móti starfsreglur sínar og gangi í að tryggja að ekki komi upp óvissa um starfsemi félagsmálastofnunar þann tíma sem nú er fyrirséð að félagsmálastjóri eða staðgengill hans er ekki við.”

 

Tillaga til sveitarstjórnar.

“Þar sem starfssvið félagsmálastofnunar hefur aukist mikið við sameiningu sveitarfélaga óskar félagsmálanefnd eftir heimild til að ráða ritara í 40% stöðu.”

 

Félagsmálanefnd leggur fram eftirfarandi bókun:

“Félagsmálanefnd krefst þess að sveitarstjórn gangi nú þegar frá ráðningar­samningum við starfsmenn félagsmálastofnunar.”

 

3.Trúnaðarmál. Sjá trúnaðarbók.

 4. Önnur mál.
     Heimaþjónusta.

Guðleif Leifsdóttir gerði grein fyrir málefnum heimaþjónustu í Skagafirði. Ákveðið var að halda sérstakan fund með verkstjóra í heimaþjónustu.

 

Fundargerð upplesin og fundi slitið.

 

Ásdís Guðmundsdóttir

Elinborg Hilmarsdóttir

Sólveig Jónasdóttir

Trausti Kristjánsson

Gréta Sjöfn Guðmundsd.