Félagsmálanefnd
Ár 1998, 15. september kl. 14.00 kom félagsmálanefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki.
Mættir voru undirritaðir auk Sigríðar Sigurjónsdóttur og Þórunnar Elvu Guðnadóttur.
Dagskrá:
- Öldrunarmál.
- Málefni dagmæðra.
- Íbúðir við Freyjugötu.
- Trúnaðarmál.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Elinborgu og Þórunni Elvu falið að ræða við Birgi Gunnarsson framkvæmdarstjóra Heilbrigðisstofnunarinnar, vegna ráðningar starfsmanns dagvistunar.
Þórunn Elva vék nú af fundi.
2. Samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins heyrir þessi málaflokkur undir skólanefnd.
Málinu vísað frá.
3. Málinu frestað.
4.Trúnaðarmál - sjá Trúnaðarbók.
5. Önnur mál.
a) Samþykkt að senda fundargerðir út til nefndarmanna.
b) Ákveðið að nefndin fari og skoði aðstöðu fyrir dagvistun á næsta fundi.
Fundargerð upplesin, samþykkt.
Fundi slitið.
Ásdís Guðmundsdóttir
Lovísa Símonardóttir, ritari
Elinborg Hilmarsdóttir
Trausti Kristjánsson
Sólveig Jónasdóttir
Gréta Sjöfn Guðmundsd.