Félagsmálanefnd
Ár 1999 þriðjudaginn 16. mars kl. 13.00 kom félagsmálanefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki.
Mættir eru: Elinborg Hilmarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Sólveig Jónasdóttir, og Trausti Kristjánsson.
Auk þeirra: Árdís Antonsdóttir, Guðbjörg Ingimundardóttir og Elsa Jónsdóttir.
Lovísa Símonardóttir ritari.
DAGSKRÁ:
1. Húsnæðismál.
2. Trúnaðarmál.
3. Endurupptaka á reglum um fjárhagsaðstoð.
4. Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Húsnæðismál.
a. Lagður fram samningur milli félagsmálanefndar og Péturs Inga Björnssonar um leigu á raðhúsi að Raftahlíð 48. Samningurinn samþykktur.
b. Umsókn um viðbótarlán. Samþykkt.
Elsa Jónsdóttir vék nú af fundi.
2. Trúnaðarmál.- sjá trúnaðarbók.
3. Umræður um reglur um fjárhagsaðstoð, málinu frestað til næsta fundar.
4. Önnur mál.
a) Rætt um erindi frá Jóni Garðarssyni, formanni falið að tala við Jón.
b) Jafnréttisráðstefna verður í Varmahlíð 26. mars n.k. Ákveðið að fjórir fulltrúar fari á ráðstefnuna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið.
Lovísa Símonardóttir, ritari
Elínborg Hilmarsdóttir
Sólveig Jónasdóttir
Ásdís Guðmundsdóttir
Trausti Kristjánsson