Fara í efni

Félagsmálanefnd

24. fundur 24. júní 1999 kl. 13:00 Stjórnsýsluhús

Árið 1999 fimmtudaginn 24. júní kl. 13.00. Félagsmálanefnd Skagafjarðar kom saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki.

Mættir voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Trausti Kristjánsson, Sólveig Jónasdóttir, Ingibjörg Hafstað og Ásdís Guðmundsdóttir.Auk þeirra starfsmenn nefndarinnar, Árdís Antonsdóttir, Elsa Jónsdóttir og Guðbjörg Ingimundardóttir sem ritaði fundargerð.

 

DAGSKRÁ:

1. Húsnæðismál.

2. Sumarúrræði fyrir fatlaða.

3. Trúnaðarmál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Húsnæðismál.

a. Umsókn um viðbótarlán - sjá innritunarbók.

b. Umsókn um viðbótarlán - sjá innritunarbók.

c. Beiðni um innlausnir tvær íbúðir - Víðigrund 24 nr. 213-2409, Laugatún 11 efri hæð 221-6411 - sjá  innritunarbók.

d. Tekið fyrir bréf frá U.M.F.Tindastól, ósk um áframhaldandi leigu að Víðigrund 24. Samþykkt að fela starfsmanni að ganga frá leigu áframhaldandi.

e. Umsókn um leigu Víðimýri 10, nr. 213-2492 - sjá innritunarbók.

Umsókn um leigu Víðimýri 6 213-2478 - sjá innritunarbók.

f. Elsu Jónsdóttur starfsmanni húsnæðisnefndar er falið að afgreiða umsóknir um viðbótarlán í sumarleyfi félagsmálanefndarinnar.

g. Fyrirhugað er að halda námskeið um húsnæðislöggjöfina á vegum S.S.N.V. þann 6. júlí næstkomandi. Námskeiðið er ætlað félagsmálanefndum og starfsmönnum þeirra á Norðurlandi vestra. Nánari upplýsingar um námskeiðið auglýst síðar. Áhugasamir sveitarstjórnarmenn eru velkomnir.

Elsa vék af fundi.

2. Sumarúrræði fyrir fatlaða:

Félagssmálastjóri kynnti viðræður sem farið hafa fram við Karl Lúðvíksson. Félagsmálanefnd samþykkir að starfsmenn nefndarinnar vinni að 5 daga sumarbúðum að Löngumýri þann 5. júlí til 10. júlí næstkomandi. Um er að ræða tilraunaverkefni sem er liður í áframhaldandi uppbyggingu á sumarúrræðum fyrir fatlaða í Skagafirði.

Nefndarmenn óska eftir að lögð verði vinna í undirbúning fyrir næsta sumar. Þegar er búið að hafa samband við hagsmunafélög fatlaðra.

3. Trúnaðarmál.
sjá trúnaðarbók.

4. Önnur mál.

Gæsluvöllur að Sólgörðum í Fljótum, félagsmálastjóri er ennþá að skoða möguleika á þjónustu fyrir börn að Sólgörðum.

Fleira ekki gert fundi slitið.

Trausti Kristjánsson                                      

Guðbjörg Ingimundardóttir, ritari.

Elínborg Hilmarsdóttir                                 

Sólveig Jónasdóttir

Ingibjörg Hafstað                                         

Ásdís Guðmundsdóttir