Félagsmálanefnd
Ár 1999, þriðjudaginn 14. september kom Félagsmálanefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu kl. 1315.
Mættir: Trausti Kristjánsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir og Sólveig Jónasdóttir, auk starfsmanna nefndarinnar Guðjargar Ingimundardóttur og Árdísar Antonsdóttur.
DAGSKRÁ:
- Húsnæðismál.
- Trúnaðarmál.
- Skýrsla stýrihóps í forvörnum og vímuvarnaráætlun Skagafjarðar.
- Sumarúrræði fyrir fatlaða.
- Umsókn um leyfi til daggæslu.
- Búsetumál fatlaðra í Skagafirði.
- Fjármál félagsþjónustunnar.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Húsnæðismál.
a) Veitt hefur verið heimild til útleigu á félagslegri eignaríbúð Víðigrund 22 í eitt ár (fast.nr. 213-2404). Sjá innritunarbók.
b) Samþykkt innlausn á Jöklatúni 24 (sjá innritunarbók). Samþykkt leiga á Jöklatúni 24 (sjá innritunarbók).
c) Samþykkt leiga á Víðimýri 4 fast.nr. 213-2473 (sjá innritunarbók).
d) Samtals er búið að veita viðbótarlán fyrir 14.641.204.- Heimild Skagafjarðar til veitingu viðbótarlána á árinu 1999 var kr. 14.700.000.- Samþykkt að fela Elsu starfsmanni húsnæðisdeildar að sækja um 5.000.000 kr. viðbótarfjárveitingu til viðbótarlána. Það þýðir (ef það fæst) útgjöld fyrir sveitarfélagið upp á kr. 250.000.- Vísað til Byggðarráðs Skagafjarðar.
e) Umræður um nauðsyn þess að húsnæðisnefnd búi sér til reglur um veitingu viðbótarlána. (sjá reglur um veitingu viðbótarlána). Nefndin felur starfsmanni að gera drög að reglum sem lagðar verða fram á næsta fundi.
2. Trúnaðarmál - sjá trúnaðarbók.
3. Skýrsla stýrihóps í forvörnumog vímuvarnaráætlun Skagafjarðar.
Lögð fram vímuvarnaráætlun til kynningar. Óskað er eftir að hún verði kynnt í Byggðarráði Skagafjarðar. Farið yfir áætlunina og gerðar á henni smá breytingar. Samþykkt af félagsmálanefnd.
Vímuvarnaráætlun Skagafjarðar 1999-2000
Markmið:
- Að draga úr neyslu ungmenna á hvers konar vímuefnum, s.s. tóbaki, áfengi og öðrum vímuefnum.
- Að vímuvarnir verði fastur og reglulegur þáttur í starfsemi félaga, fyrirtækja og stofnana, sem hafa með málefni barna að gera í Sveitarfélaginu Skagafirði.
- Að auka markvisst forvarnarstarf, auka samstarf aðila og auka fræðslu til muna.
- Að virkja sem flesta til forvarna í sveitarfélaginu þá sérstaklega foreldra og forráðamenn.
Framkvæmd og umfang:
Áætlun þessi tekur til starfsemi og stofnana sveitarfélagsins sem og yfirvalda, stofnana og félaga sem eru óháð starfsemi sveitarfélagsins.
F.h. Sveitarstjórnar ber félagsþjónustan ábyrgð á framkvæmd áætlunarinnar. Við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert skal félagsþjónustan leggja fram tillögu að fjárveitingu næsta árs vegna framkvæmda vímuvarnaáætlunarinnar og skal félagsþjónustan úthluta því fjármagni til einstakra þátta.
Stýrihópur sveitarfélagsins skal sjá um að fylgja eftir framkvæmd einstakra þátta og boða til samráðsfunda með þeim aðilum er þurfa þykir hverju sinni. Félagsþjónustan skal annast kynningu áætlunarinnar fyrir íbúum sveitarfélagsins.
4. Sumarúrræði fyrir fatlaða.
Stuttlega gerð grein fyrir sumarúrræði fyrir fatlaða. Sjálfboðavinna starfsmanna, ekkert fjármagn. Styrkur frá RKÍ. Staðurinn þarfnast mikilla lagfæringa til að hægt sé að reka sumarbúðir fatlaðra. Ákveðið að fjalla aftur um málið.
5. Umsókn um leyfi til daggæslu.
Guðrún Olga Baldvinsdóttir kt. 180467-4329, sækir um leyfi til daggæslu. Það sem á vantar er námskeið fyrir dagmæður. Sveitarfélagið hefur nýlokið við að halda námskeið fyrir dagmæður. Leyfi veitt til daggæslu hálfan daginn 3 börn í einu.
6. Búsetumál fatlaðra á Norðurlandi vestra.
Félagsmálastjóri óskaði sérstaklega eftir að Gréta kæmi inn á fundinn til að fjalla um búsetumál fatlaðra á svæðinu. Gréta kynnti fyrir nefndinni stöðu búsetumála á svæðinu. Hún sagði nefndinni að stefna í búsetumálum væri að leggja niður sambýlin sem mest og að fólk færi út í sjálfstæða búsetu. Þjónustan færist heim í heimabyggð. Umræða um þróun búsetumála í Skagafirði.
7. Umræðu um fjárhagsstöðu frestað.
Fundi slitið.
Elinborg Hilmarsdóttir
Guðbjörg Ingimundardóttir
Trausti Kristjánsson
Árdís Antonsdóttir
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Ásdís Guðmundsdóttir
Sólveig Jónasdóttir