Fara í efni

Félagsmálanefnd

28. fundur 28. september 1999 kl. 13:15 Stjórnsýsluhús

Árið 1999, þriðjudaginn 28. september, kom Félagsmálanefnd Skagafjarðar, saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu kl. 13.15.

Mættir: Elínborg Hilmarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Trausti Kristjánsson, Sólveig Jónasdóttir og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.

Auk þeirra starfsmenn nefndar, Guðbjörg Ingimundardóttir og Árdís Antonsdóttir.

 

DAGSKRÁ:

1. Húsnæðismál.

2. Fjárhagsstaða Félagsþjónustu Skagafjarðar.

3. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Elsa Jónsdóttir skrifstofustjóri Skagafjarðar mætir á fund vegna húsnæðismála.

a) Elsa kynnir nýtt eyðublað vegna umsóknar um viðbótarlán. Drög að reglum um veitingu viðbótarlána til húsnæðiskaupa kynntar og þeim dreift til nefndarmanna til yfirlestrar.

b) Samþykkt að óska eftir lánsheimild til Íbúðalánasjóðs vegna viðbótarlána á árinu 2000 að upphæð kr. 23.000.000.-

    Elsa vék af fundi.

2. Fjárhagsstaða Félagsþjónustu Skagafjarðar.

Umræða um fjárhagsstöðu Félagsþjónustu sem þykir nokkuð góð.

Nokkrir liðir komnir fram yfir áætlun t.d. er ljóst að heimilishjálp var vanáætluð svo og útlagður kostnaður liðveitenda.

Varðandi aksturskostnað vill Félagsmálanefnd beina því til félagsmálastjóra að nýta bíla í eigu sveitarfélagsins í ferðir starfsmanna.

Varðandi Dagvistun aldraðra þá ber þess að geta að daggjöld frá ríkinu hafa ekki verið samþykkt.

3. Önnur mál.

a) Elinborg óskar eftir að félagsmálastjóri skipuleggi fræðsluferð fyrir félagsmálanefndina. Áætlaður dagur 26. oktober 1999.

b) Vegna umræðu á síðasta sveitarstjórnarfundi um 4. Lið fundargerðar félagsmáalanefndar um sumarúrræði fyrir fatlaða vill formaður nefndarinnar gera eftirfarandi bókun.

“ Það skal viðurkennt að bókunin í lið 4 á dagskránni var ónákvæm, og var alls ekki í anda umræðunnar sem fram fór á nefndarfundinum. Sú umræða var ekki neikvæð á nokkurn hátt og engin meining til að svo mætti skiljast. Allir sem að verkefninu komu eiga miklar þakkir skyldar.”

 

Fleira ekki gert og fundi slitið

 

Elinborg Hilmarsdóttir                     

Trausti Kristjánsson

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir           

Ásdís Guðmundsdóttir

Sólveig Jónasdóttir