Fara í efni

Félagsmálanefnd

29. fundur 12. október 1999 kl. 13:15 Stjórnsýsluhús

Árið 1999, þriðjudaginn 12. október, kom Félagsmálanefnd Skagafjarðar saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki kl. 1315.

Mættir: Elinborg Hilmarsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sólveig Jónasdóttir, Trausti Kristjánsson og Helgi Sigurðsson.

Auk þeirra starfsmenn nefndarinnar Árdís Antonsdóttir og Guðbjörg Ingimundardóttir.

 

DAGSKRÁ:

  1. Húsnæðismál.
  2. Trúnaðarmál.
  3. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

  1. Húsnæðismál. Elsa Jónsdóttir mætti á fundinn.
  2. Komið er svar frá íbúðarlánasjóði vegna umsóknar sveitarfélagsins um viðbótarheimild til viðbótarlána að upphæð 5 milljónir kr. Heimildin hljóðar upp á 2,5 milljónir.
  3. Samþykkt að veita 2 viðbótarlán að upphæð 2,8 milljónir samtals. Sjá innritunarbók.
  4. Reglur um veitingu viðbótarlána samþykktar.
  5. Beiðni um innlausn íbúðar, jafnframt ósk um leigu sömu íbúðar. Sjá innritunarbók.
  6. Leiga á íbúð í Víðimýri 6. Sjá innritunarbók.
  7. Boðað hefur verið til fundar umsjónarmanna húsnæðismála sveitarfélaga þann 4. nóvember á Selfossi. Nefndin óskar eftir því að Elsa fari á fundinn.

Elsa vék af fundi.

 2. Trúnaðarmál. Sjá trúnaðarbók.

 3. Önnur mál.

  1. Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum. Reglurnar kynntar og samþykktar.
  2. Umsókn um leyfi til daggæslu barna. Samþykkt leyfi fyrir Sigurlaugu Rún Brynleifsdóttur kt. 120776-5259, Sólgörðum, Fljótum. Leyfi veitt fyrir 3 börnum.
  3. Umsókn um styrk – húsaleigu- vegna samverustunda eldri borgara á Löngumýri.
  4. Umsókn um styrk til greiðslu húsaleigu vegna félagsstarfs aldraðra á Hofsósi. Ákveðið að óska eftir formlegri umsókn.
  5. Jafnréttisnefnd er boðuð til landsfundar jafnréttirnefnda sveitarfélaga, 30.október 1999 í Kópavogi. Elinborg Hilmarsdóttir mun mæta á fundinn.
  6. Ákveðið að halda fræðslufund 5.11. n.k. fyrir félagsmálanefnd.
  7. Kynning á bréfi sem barst frá fjölskylduráði.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Elínborg Hilmarsdóttir                                 

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Trausti Kristjánsson                                      

Helgi Sigurðsson

Sólveig Jónasdóttir