Fara í efni

Félagsmálanefnd

31. fundur 23. nóvember 1999 kl. 13:15 Sveitarskrifstofa Faxatorgi

Árið 1999, þriðjudaginn 23. nóvember kom Félagsmálanefnd Skagafjarðar saman til fundar á sveitarskrifstofunni Faxatorgi  kl. 1315.

Mættir: Elinborg Hilmarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Sólveig Jónasdóttir og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Auk þeirra starfsmaður nefndarinnar, Guðbjörg Ingimundardóttir.

 

Dagskrá:

  1. Húsnæðismál.
  2. Trúnaðarmál.
  3. Jafnréttismál
  4. Kynning á ráðstefnu um forvarnir.
  5. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Húsnæðismál.Elsa Jónsdóttir mætti á fundinn.

a) Beiðni um innlausnir tveggja íbúða. – Sjá innritunarbók.

b) Samþykkt sala á íbúð Grenihlíð 28 efri hæð. Sótt um niðurfærslu til varasjóðs viðbótarlána.

c) Umsókn um viðbótarlán. – Sjá innritunarbók.

d) Útleiga á Víðigrund 24. – Sjá innritunarbók.

Útleiga á Víðigrund 10. – Sjá innritunarbók.

Útleiga á Víðimýri 6. – Sjá innritunarbók.

Útleiga á Laugatúni 11. – Sjá innritunarbók.

Útleiga á Laugatúni 8. – Sjá innritunarbók.

Útleiga á Laugatúni 9. – Sjá innritunarbók.

e) Bréf frá Máka hf. umsókn um leigu á íbúðarhúsnæði í Fljótum dagsett 15. nóvember 1999. Um er að ræða tvö hús við Lambanes og jafnvel gæti komið til leigu á þriðja húsinu. Óskað er eftir að húsin leigist á kr. 22.000.-

Nefndin leggur til að leigja stærri húsin á kr. 30.000.- en minna húsið á kr.25.000.-

f) Bréf frá félagsmálaráðuneytinu þar sem tilkynnt er um skipan samráðsnefndar um framkvæmd laga nr. 44/1998 um húsnæðismál.

g) Samþykkt að skipta um gólfefni í Laugatúni 4.

h) Elsa sagði frá ferð sinni á Selfoss á fund húsnæðisfulltrúa og eftirlitsmanna. Gagnlegt fyrir starfsmenn til að bera saman vinnubrögð og stofna til tengsla.

Elsa Vék af fundi.

2. Trúnaðarmál. – Sjá Trúnaðarbók.

3. Jafnréttismál.

Kynnt ályktun landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga 1999. Ákveðið að taka sérstaklega fyrir jafnréttismál á næsta félagsmálanefndarfundi.

4. Kynnt ráðstefna sem haldin verður 30. nóvember. “Frá foreldrum til foreldra” Haldin á vegum áætlunarinnar “Ísland á eiturlyfja”. Sérstaklega eru foreldrafélög hvött til að senda fulltrúa. Stjórnmálamenn og þeir sem starfa að málum barna og unglinga.

5. Önnur mál. Umræða um ráðstefnu sem haldin var í Varmahlíð. “Konur í dreifbýli”, var yfirskriftin. Elinborg sat ráðstefnuna.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Elinborg Hilmarsdóttir                                 

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Ásdís Guðmundsdóttir                                 

Sólveig Jónasdóttir