Félagsmálanefnd
Árið 1999, þriðjudaginn 7. desember kom Félagsmálanefnd Skagafjarðar saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu kl. 1315.
Mættir: Elinborg Hilmarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Sólveig Jónasdóttir, Ingibjörg Hafstað og Trausti Kristjánsson.
Auk þeirra starfsmenn nefndarinar Árdís Antonsdóttir og Guðbjörg Ingimundardóttir
DAGSKRÁ:
- Trúnaðarmál.
- Vinnufundur vegna jafnréttismála
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Trúnaðarmál. – sjá trúnaðarbók.
2. Vinnufundur vegna jafnréttismála. Lögð fram drög að jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2000 – 2004.
Ásdís Guðmundsdóttir og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir lögðu fyrir nefndina endurbætta áætlun. Farið yfir og gerðar endurbætur.
Lagt til að jafnréttisáætlun verði birt í kynningarbæklingi félagsþjónustunar á nýju ári. Afgreidd á næsta fundi.
3. Önnur mál.
a) Beiðni um rekstrarstyrk til Stígamóta.
Málinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
b) Fyrirspurn frá Ásdísi Guðmundsdóttur. Hún spyr hvort starfsmenn Félagsmálanefndar viti af vistun þýskra unglinga á sveitabæjum í Skagafirði.
Félagsmálastjórn svaraði þessu. Vitað er um þessar vistanir en send hefur verið fyrirspurn til Barnaverndarstofu um fyrirkomulag þessara mála.
c) Sólveig Jónasdóttir spurði hvort búið væri að ganga frá launamálum starfsmanna í Dagvist. Þau mál eru ekki frágengin.
Fleira ekki gert . Fundi slitið.
Elinborg Hilmarsdóttir
Ingibjörg Hafstað
Trausti Kristjánsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Sólveig Jónasdóttir