Félagsmálanefnd
Félagsmálanefnd Skagafjarðar kom saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu þriðjudaginn 15. maí 2000 kl. 1315.
Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Trausti Kristjánsson, Ingibjörg Hafstað og Elinborg Hilmarsdóttir. Ingibjörg Hafstað og Ásdís Guðmundsdóttir véku af fundi við trúnaðarmál en Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kom á fundinn á sama tíma. Auk þeirra starfsmenn nefndarinnar Guðbjörg Ingimundardóttir og Árdís Antonsdóttir.
DAGSKRÁ:
- Stöðuhlutföll í heimaþjónustu.
- Þjónusta við fatlaða.
- Trúnaðarmál.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1.Lögð fyrir til kynningar stöðuhlutföll í heimaþjónustu. Þrjár umsóknir eru í bið.
2. Þjónusta við fatlaða.
a) Staða Iðju/hæfingar. Guðbjörg félagsmálastjóri kynnir stöðu starfsmannahalds í Iðjunni. Kynnir einnig áætlaða þróun starfsmannahalds á næstu mánuðum.
b) Kostnaður við málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra kynntur. Farið yfir framkvæmd samnings um málefni fatlaðra og niðurstöðutölur kynntar.
c) Þjónustuþörf þjónustuþega í Skagafirði fyrir árið 2000 kynnt.
3. Sjá trúnaðarók.
4. Engin.
Fleira ekki gert. Fundi slitið.
Elinborg Hilmarsdóttir
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Trausti Kristjánsson
Ingibjörg Hafstað
Ásdís Guðmundsdóttir