Fara í efni

Félagsmálanefnd

50. fundur 08. ágúst 2000 kl. 13:15 Stjórnsýsluhús

Árið 2000, þriðjudaginn 8. ágúst kl. 13:15 kom félagsmálanefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki.

Mætt:  Elínborg Hilmarsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Trausti Kristjánsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Sólveig Jónasdóttir.

Auk þeirra:  Elsa Jónsdóttir, Árdís F. Antonsdóttir og Guðbjörg Ingimundardóttir. 

 

Dagskrá:

  1. Húsnæðismál.
  2. Trúnaðarmál.
  3. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Húsnæðismál.

a) Innlausn íbúða.

Víðigrund 28  (sjá innritunarbók).

Víðigrund 22  (sjá innritunarbók).

b) Afgreitt viðbótarlán.

(Sjá innritunarbók).

c) Samþykkt að taka tilboðinu sem barst í Jöklatún 3 upp á 7 milljónir og    Kvistahlíð 11 upp á 6,4 milljónir.

Vék Elsa nú af fundi.

2. Trúnaðarmál.  (Sjá trúnaðarbók).

3. Önnur mál.

a) Lagt fram til kynningar verkefnið "Fjárhagsaðstoð og fátækt" og spurningalisti með.  Árdís hefur svarað fyrir hönd félagsmálanefndar.

b) Umsóknir um starf félagsmálastjóra lagðar fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Elínborg Hilmarsdóttir                                 

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Trausti Kristjánsson                                      

Ásdís Guðmundsdóttir

Sólveig Jónasdóttir.