Fara í efni

Félagsmálanefnd

53. fundur 26. september 2000 kl. 13:15 Skrifstofa Skagafjarðar

Árið 2000, mánudaginn 26. september kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 13,15.

Mætt voru:  Elinborg Hilmarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Sólveig Jónasdóttir, Trausti Kristjánsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.

Auk þeirra starfsmenn nefndarinnar:  Elsa Jónsdóttir og Árdís Antonsdóttir, starfandi félagsmálastjóri.

Dagskrá: 

  1. Húsnæðismál.

  2. Málefni fatlaðra.

  3. Trúnaðarmál.

  4. Forvarnarmál.

  5. Önnur mál.

Afgreiðslur:

1.

a) Samþykkt að sækja um heimild til úthlutunar viðbótarlána fyrir árið 2001, að upphæð 22 milljónir.

b) Ákveðið að taka tilboði í íbúð að Víðigrund 22, að upphæð 3.600.000.

2. Þuríður Ingvarsdóttir kom á fundinn og fór yfir starfsemi málefna fatlaðra hjá Sveitarfélaginu Skagafirði og yfir málefni Freyjugötu 18. Ennfremur lagði félagsmálastjóri fram til kynningar áætlun um húsnæðisbreytingar á sambýli á Hvammstanga vegna úthlutunar úr Framkvæmdasjóði fatlaðra vegna byggingar á sambýli á Norðurlandi vestra. Úthlutun úr framkvæmdasjóði fatlaðra árið 2000 kynnt. 

3. Trúnaðarmál - sjá trúnaðarbók.

4.

a) Kynnt var bréf frá Ríkarði Mássyni varðandi opinbera dansleiki (unglingadansleiki) í félagsheimilum í Skagafirði.

b) Kynnt bréf frá settum aðstoðarskólameistara Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra varðandi hugmyndir um forvarnarfulltrúa. Félagsmálanefnd lýsir yfir ánægju sinni yfir framkomnum hugmyndum og vísar bréfinu til Byggðarráðs til frekari afgreiðslu.

5. Önnur mál.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Sólveig Jónasdóttir

 

Ásdís Guðmundsdóttir

Trausti Kristjánsson

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Elinborg Hilmarsdóttir