Félagsmálanefnd
Árið 2000, þriðjudaginn 24. okt. kl. 13,15 kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.
Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Trausti Kristjánsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Sólveig Jónasdóttir, auk þess starfsmaður nefndarinnar, Árdís Antonsdóttir.
Dagskrá:
- Trúnaðarmál.
- Húsnæðismál.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Trúnaðarmál (sjá trúnaðarbók).
2. Húsnæðismál. Ákveðið að auglýsa eftir tilboðum í íbúð að Laugatúni 8.
3. Önnur mál
a) Styrkur til félagsstarfs eldri borgara í Hofsósi. - Samþ. 60.000 kr.
b) Aðalfundur jafnréttisnefnda verður haldinn á Akureyri 9. og 10. nóvember 2000. Verður kynnt nánar síðar.
c) Bréf frá Aðalheiði Reynisdóttur, dags. 23/10 2000. - Erindi samþykkt.
d) Umsókn um leyfi til daggæslu barna. Þórunn Sveinsdóttir, Laugatúni 8.
- Samþ.
e) Fréttatilkynning um jafnréttisáætlun Garðabæjar. Lagt fram til kynningar.
f) Bréf frá Öldrunarráði Íslands, dags. 21/9 2000. Tilkynning um aðalfund. Lagt fram til kynningar.
g) Bréf frá Þroskahjálp, sagt frá fundinum "Heim í hérað". Lagt fram til kynningar.
h) Erindi frá Þórunni Elfu Guðnadóttur vegna heimaþjónustu. - Erindi samþ.
i) Lagður fram til kynningar samningur milli Félags eldri borgara í Skagafirði og Sveitarfélagsins Skagafjarðar, dags. 2. okt. 2000. - Nefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
j) Erindi frá sveitarstjóra varðandi styrk til starfsemi Félags eldri borgara. Farið er fram á 300.000 kr. styrk við félagið á ársgrundvelli.
Félagsmálanefnd hafnar þessari beiðni á grundvelli fjárhagsáætlunar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15,00
Elinborg Hilmarsdóttir
Ingibjörg Hafstað
Trausti Kristjánsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Sólveig Jónasdóttir