Fara í efni

Félagsmálanefnd

57. fundur 21. nóvember 2000 kl. 13:15 - 15:40 Skrifstofa Skagafjarðar

Árið 2000, þriðjudaginn 21. nóv. kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 13,15.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Sólveig Jónasdóttir og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Guðrún Á. Sölvadóttir.

Auk þeirra Elsa Jónsdóttir og  Árdís Antonsdóttir.

 

Dagskrá:

  1. Húsnæðismál.
  2. Trúnaðarmál.
  3. Gjaldskrá heimaþjónustu
  4. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

  1. Húsnæðismál.
  • Borist hafa 4 kauptilboð í Laugatún 8.  Þrjú tilboð eru upp á 7 milljónir og eitt upp á 6.8 milljónir.  Ákveðið að taka hagstæðasta tilboðinu, sjá innritunarbók.
  • Ákveðið að segja leigutökum íbúðar í Víðimýri 4 upp leigunni vegna brota á umgengnisreglum, sjá innritunarbók.

 Elsa vék af fundi.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir mætir á fundinn.

2. Trúnaðarmál – Sjá trúnaðarbók.  Sólveig Jónasdóttir mætir á fundinn eftir 1. trúnaðarmál.  Snorri Björn Sigurðsson mætir á fundinn vegna síðasta trúnaðarmáls og víkur af fundi eftir það.

3. Gjaldskrá heimaþjónustu. Málinu frestað til næsta fundar.

4. Önnur mál.

4.1.   Kynning á aðalfundi Landssambands húsnæðisnefnda, sem haldinn verður 24. nóvember  2000.  Erindi lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15.40.

Árdís Antonsdóttir, ritari.

Ásdís Guðmundsdóttir

Sólveig Jónasdóttir

Elinborg Hilmarsdóttir

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Trausti Kristjánsson